«

»

Usli á Alþingi og aðför að Jóhönnu

Mér  hefur alltaf verið heldur hlýtt  til  Sjálfstæðisflokksins, kannski mest  síðan á farsælum  Viðreisnarárunum. Stefna  flokksins í utanríkismálum  fór til dæmis  mjög  saman  við  stefnu okkar  hægri sinnaðra  Alþýðuflokksmanna. Nú held ég  hinsvegar að   þingmenn  flokksins á  Alþingi séu  gjörsamlega  búnir  að ganga  fram  af þjóðinni. Þingreyndir menn hafa örugglega ekki upplifað  ræðuhöld  af því tagi sem  þingmenn  Sjálfstæðisflokksins  hafa  iðkað undanfarna  daga. Það er eins og þeir  hafi tekið höndum saman um að gera  sem allra mestan usla í þinghaldinu og  koma í veg fyrir  vitræn vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki enn að vera í minnihluta. Það hefur komið  vel í ljós að undanförnu.

Þeir Sjálfstæðismenn hafa   gert  óvenjulega  harkalega aðför  að Jóhönnu  Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir það að  hún hafi ekki sótt leiðtogafund NATÓ.  Ef hún hefði  sótt  fundinn,  hefðu þeir  ráðist  jafnharkalega að henni  fyrir að  „hlaupa  til útlanda” á  ögurstundu þegar  þinghaldið  er í uppnámi. Það er  ekki erfitt að  sjá Sjálfstæðismennina   fyrir sér í því hlutverki.

Það er   svo  eftirtektarvert  hve   ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins  eru ótrúlega gamaldags pólitíkusar. Engin endurnýjun í þeim efnum.

4 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Steini Briem skrifar:

    Þú berð greinilega nafn með rentu, Nöldurseggur minn. Hér er til dæmis um hástuðlun að ræða:

    Ein er þar trappa annarri lægri,
    Eiður hann er krati til hægri,
    sitja Guðs englar saman í hring,
    og senda vilja Jóku á Natóþing.

    Hér er hins vegar síðstuðlun:

    Hjöri börnum kenna kann,
    en krakkaskrípin góla,
    starfað við það hefur hann,
    í Húsabakkaskóla.

    Stuðlasetning þegar 3-5 bragliðir eru í ljóðlínum:

    1.    Hafa á tvo stuðla í frumlínum og byrja skal síðlínur á höfuðstaf.
    2.    Að minnsta kosti annar stuðullinn verður að vera í hákveðu.
    3.    Ekki má vera meira en einn bragliður á milli ljóðstafa.
    4.    Sé síðari stuðull í hákveðu má þó hafa tvo bragliði í höfuðstafinn.

    Best þykir að báðir stuðlarnir séu í hákveðu (fyrsta og þriðja braglið) og það kallast hástuðlun. Annar góður kostur er að enda ljóðlínu á báðum stuðlunum en það er kallað síðstuðlun.

    Þessi kennslustund í bragfræði kostar fimmtíu þúsund krónur og leggist inn á reikning minn á Tortólu.

  2. Nöldurseggur skrifar:

    Mig langar að benda þessum Steina Briem (ef hann þá heitir það) á,  að maður þarf helst að kunna grundvallarreglur á bragfræði áður en farið er að ausa þessum gullkornum yfir land og þjóð. Slepptu því að reyna að ríma karlinn minn, þú getur þetta ekki.

  3. Steini Briem skrifar:

    Ein er þar trappa annarri lægri,
    Eiður hann er krati til hægri,
    sitja Guðs englar saman í hring,
    og senda vilja Jóku á Natóþing.

  4. Palli skrifar:

    Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera hægri krataflokkur í mörg ár og mér sýnist hann ætla að vera það áfram. Svon auppákomur á Alþingi eru ekki nýjar og hafa ekki allir flokkar tekið þáttí slíkum leik. Geir og Ingibjörg fóru með einkaþotu um árið og hvað var sagt í þinginu? og svo framvegis

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>