Það er óþolandi fyrir starfsfólk íslensku utanríkisþjónustunnar að sitja undir alvarlegri, og fáheyrðri, aðdróttun formanns Framsóknarflokksins sem segir í þessari frétt að hann hafi trúnaðarupplýsingar sínar frá : „fólki sem ég þekki í utanríkisþjónustunni,“ . Allir starfsmenn utanrikisþjónustunnar liggja samkvæmt þessu undir grun um að hafa brugðist trúnaði og þagnarskyldu í opinberu starfi. Það er alvarlegt mál. Grafalvarlegt mál. Sigmundur Davíð verður annaðhvort að draga þessi ummæli sín til baka eða koma fram af heilindum og segja hver gaf honum þessar upplýsingar.
Miður kurteisleg athgugasemd frá höfundi þessara lína rataði inn í athugasemdadálkinn í gær. Ég bið Sigmund Davíð afsökunar því.
![]() |
Vaxtaupplýsingar frá „fólki í utanríkisþjónustunni“ |
4 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Hörður B Hjartarson skrifar:
03/05/2009 at 14:50 (UTC 1)
Góðan og blessaðan daginn Eiður fv. fréttamaður !
Ég vil bæta því við , að það er afar skýr skoðun mín og vissa , að ef við tökum sem samlíkingu , þá er það mín skoðun og vissa , að í Seðlabankanum sat þríhöfða þurs , þ.e. bankastjórarnir voru þrír í staðinn fyrir einn (sem er alveg nóg) , annar þríhöfða þurs er ; Bessastaðatrúðurinn (tek þó framm að ég hef ekkert á móti ÓRG , heldur ekki með) , sendióráðin með sínum tugum og , ef ekki hundruðum starfsmanna á „fiskverkakonulaunum“ , og síðan hinir og þessir „bráðnauðsynlegu fundir þessa og hinns ráðherrans , m.ö.o. þríhöfða þurs , eða belti , axlabönd og brókarhald , alveg lífsnauðsynleg þrítrygging á fílabeinsturninum . Kannski þú sést hlynntur fíladrápum vegna fílstannanna .
Bíð og æski svars frá fv. góðum fréttamanni og frábærum spyril , eygðu góðar stundir í þínum fílabeinsturni ; ) .
Hörður B Hjartarson skrifar:
02/05/2009 at 23:58 (UTC 1)
Sæll Eiður ! Ég minnist fréttamanns í sjónvarpinu fyrir 30-35 árum , sem mér og mínum þóttu afar skeleggur í öllum fréttaviðtölum , því þessi fréttamaður tók sjaldnast viðmælendur sína vettlingatökum . Síðan fór þessi fréttamaður og spyrill á þing og þá lyftist nú heldur betur brúnin á mér og mínu fólki (þ.e. þeim er ég þekkti) því þetta var maðurinn til að vekja upp raunsæið á þinginu , sem svo sannarlega veitti þá ekki af .
En hvað skeði ? Jú , það heyrðist nánast ekkert í manninum , það var sem skorin væri úr honum tungan . Ætli þessi fv. frábæri fréttamaður hafi bundist þagnarskyldu við að setjast í þjóðarleikhúsið , en ekki á Alþingi ?
Kannski þú kannist við þennann ágæta fréttamann sem varð fyrir þessum tunguskurði eða þagnarskyldu eða ? ? ? ? ?
Langar að bæta því við , að öll þessi sendióráð , trúðurinn á Bessastöðum , og allir þessir „mikilvægu“ fundir hjá hinum og þessum ráðherranum , er fyrst og síðast kýrskírt merki um gengdarlaust bruðl hjá því opinbera , þetta er vinnan þeirra , sem „kallar“ á orðuveitingu á Bessastöðum , og síðan bíður þessarra manna eftir gengdarlaust „strit“ , jú eftirlaunaósóminn . Þetta eru hlutir sem okkur íslendingum eru „lífsnauðsynlegir“ .
Eiður skrifar:
28/04/2009 at 17:55 (UTC 1)
Tek heilshugar undir þetta með gráa letrið. Ekki mín sök.
Páll Geir Bjarnason skrifar:
28/04/2009 at 15:36 (UTC 1)
Það er líka óþolandi að lesa ljósgráan texta á hvítum grunni.