«

»

Molar um málfar og miðla 1422

 

Steini benti á þessa frétt á  vef Ríkisútvarpsins (23.02.2014): http://ruv.is/frett/milljardamaeringunum-teknir-opnum-ormum

Hann segir:
,,Nú um stundir eru milljarðamæringar annaðhvort teknir höndum eða þeim tekið opnum örmum. Vonandi ákveður RÚV sig áður en langt um líður.” Molaskrifari þakkar sendinguna.

 

NN skrifaði Molum eftir fund á Austurvelli (24.02.2014) ,,Veit ekkert hvort ég á að vera fylgjandi ESB eða ekki. Segi pass. Finnst
hins vegar alltaf gaman að vera þar sem sagan verður til. Austurvöllur í dag var þannig staðar.” Molaskrifari tekur undir. Hann sótti einnig fundinn á Austurvelli. Það var merkileg upplifun.

 

Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (23.02.2014) var talað um lið sem kepptu í ísknattleik á vetrarólympíuleikunum. Ekki heyrði Molaskrifari betur en fréttamaður segði:  Þessir leikmenn þekkja hvorn annan. Hann átti við að keppendur þekktu hverjir aðra vel. Þekktust vel. Molaskrifari gat ekki haft tölu á því hve oft sami fréttamaður sagði, algjörlega, algjörlega, á örfáum mínútum.

 

Viðtal Helga Seljan við Bjarna Benediktsson í Kastljósi (24.02.2014) verður mörgum sjálfsagt eftirminnilegt. Formaður Sjálfstæðisflokksins svaraði nánast engu, sem um var spurt. Frammistaða staða Helga var óaðfinnanleg. Hann spurði og spurði, en Bjarni Benediktsson fór í eilífa hringi eins og flugvél sem ekki getur lent vegna þoku. Ekki skal því spáð, en gæti það verið að formaður Sjálfstæðisflokksins ætti eftir að upplifa pólitíska brotlendingu?  Hann er búinn að fá næstum allt atvinnulífið (nema LÍÚ) á móti sér og Sjálfstæðisflokknum. Það er undarleg staða, sagði fyrrum Sjálfstæðismaður við Molaskrifara, þegar forsætisráðherrann stöðugt talar niður til atvinnulífsins og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherrann, hlustar ekki á atvinnulífið.

 

Strjálir Molar næstu daga.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>