Sóknarlega og varnarlega eru að verða helstu eftirlætisorð íþróttafréttamanna. Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (29.03.2014) var okkur sagt frá manni sem sigraði keppni. Það virðist erfitt að uppræta þessa ambögu. Þar kom líka við sögu kona sem missti andann!!!
TH benti á þetta af visir.is (30.03.2014):http://www.visir.is/-thetta-er-natturulega-alveg-gratlegt-/article/2014140339998
,,Kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur“
Hann spyr: ,,Ætli það sé alveg víst að steinarnir hafi alveg nýlega orðið svona níðþungir?
Læra blessuð fréttabörnin enn ekkert?” Molaskrifari þakkar ábendinguna.
Þessi endemisskrif eru af dv.is (29.03.2014): Lesandi, K.Þ. benti á þetta og spyr: Hvað er ósiðnaður?
Fyrirsögn: Átta ára stúlka ekki nógu kvenleg til að stunda nám. Undirfyrirsögn: ,,Hin kristinlegu gildi Timberlake skólans krefjast þess að börnin hegði sér eftir ásköpuðum kynímyndum guðs”
,, Hin átta ára gamla Sunnie Kahle neyddist til að hætta í kristinlegum skóla í Virginia fylki í Bandaríkjunum vegna þess að hún var ekki talin nógu kvenleg. Amma hennar og afi fengu fyrir stuttu bréf frá skólastjóra skólans þar sem þeim var sagt að Sunnie stæðist ekki kristinlegu viðmið skólans og biblíunnar vegna þess að hún væri „of mikið eins og strákur.“
Sunnie er með stutt hár og gengur gjarnan í gallabuxum og stuttermabol í skólanum. Jafnframt hefur hún gaman af íþróttum.
„Ef Sunnie og fjölskyldan hennar átta sig ekki á því að Guð skapaði hana sem konu og klæðnaður hennar og hegðun verður að fylgja áskapaðri kynímynd Guðs, þá er kristinlegi Timberlake skólinn ekki hentugur fyrir hana.“
Skólastjórinn bað aðstandendur Sunnie að fá hana til að hegða sér á kvenlegri hátt, eða hún þyrfti að flytja sína menntun annað. Ömmu og afa Sunnnie ofbauð þessi skilaboð og Sunnie hætti í skólanum samkvæmt fréttamiðlinum Independent.
Í bréfinu kom jafnframt fram að skólinn geti neitað hverjum þeim inngöngu sem sagðir eru styðja undir „kynferðislegan ósiðnað,“ samkynhneigð eða breytilega kynímynd.”
Margs fleira mætti spyrja þann blaðamenn dv.is, sem ber ábyrgð á þessum skrifum. Kristinlegur? Ósiðnaður?Flytja sína menntun? Styðja undir?
Það eru gerðar kröfur til fjölmiðla. Fjölmiðlar verða að gera kröfur til þeirra sem skrifa fréttir.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.
Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG
Skildu eftir svar