«

»

Molar um málfar og miðla 1444

TH benti á eftirfarandi frétt af visir.is (30.03.2014): http://www.visir.is/vinkonur-johonnu-medal-theirra-fyrstu/article/2014140339992
,,Hjónabönd samkynhneigðra fóru fram í fyrsta skipti í Bretlandi í gær.“
Hann segir: ,,Einhvern veginn finnst mér þetta ekki alveg ganga upp, enda er sagt, í fréttinni sjálfri, að hjónavígslur hafi farið fram, sem er dálítið annað.”

 

Meira frá sama um frétt á visir.is: http://www.visir.is/utlit-fyrir-ad-fritt-se-inn-a-geysissvaedid-i-dag/article/2014140339977
,,Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að kostnaðarlausu.“
Ferðafólk fær að ganga, SÉR að kostnaðarlausu. – Að sjálfsögðu.

 

Loks bendir TH á þessa frétt á dv.is (30.03.2014) http://www.dv.is/frettir/2014/3/30/nylidi-sigrar-forsetakosningarnar-i-slovakiu/
,,Nýliði sigrar forsetakosningarnar í Slóvakíu“
Hann segir: ,, Bágt á ég að trúa því. Hann hlýtur að hafa sigrað andstæðinginn í kosningunum.” Molaskrifari þakkar þessar ábendingar. Fréttabörn hafa víða valsað eftirlitslaust um helgina!

 

Ekki kann Molaskrifari að meta það orðalag sem æ algengara er að heyra í fréttum, – að eitthvað sé samkvæmt lögreglu. Síðast heyrðist þetta í fréttum Ríkissjónvarps á sunnudagskvöld (30.03.2014). betra væri, til dæmis, – samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eða að sögn lögreglunnar. Samkvæmt lögreglunni hljómar ekki rétt.

 

Úr fréttum Stöðvar tvö (31.03.2014): Fundarmenn sungu Maístjörnuna og reistu hnefa sína til lofts undir lok fundarins.

Reistu hnefa sína til lofts! Það var og.

 

Öllu er nú landað. Íþróttalið og íþróttamenn landa sigrum, þegar sigrar eru unnir, en utanríkisrásherrum tókst ekki að landa samkomulagi, tókst ekki að semja, náðu ekki samkomulagi segir í fyrirsögn á mbl.is (30.03.2014). http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/03/30/tokst_ekki_ad_landa_samkomulagi/

Ekki treystir Molaskrifar sér til að hrósa þessu orðalagi.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>