«

»

Molar um málfar og miðla 1463

 

Í prentaðri dagskrá Ríkissjónvarpsins í Morgunblaðinu á þriðjudag og í sjónvarpsdagskrá,sem borin var heim til Molaskrifara fyrir nokkru voru Kastljós, framhaldsmyndaflokkurinn Castle og Nýsköpun – íslensk vísindi á kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins á þriðjudag (29.04.2014) . Öllu þessu var hent út og dagskráin ekkert nema boltaleikir. Má nýr útvarpsstjóri sín einskis gegn ofríki íþróttadeildarinnar? En gamall sjónvarpsmaður spyr: Hverskonar vinnubrögð eru þetta eiginlega? Hversvegna er auglýstri dagskrá breytt fyrirvaralaust og að tilefnislausu? Er það skoðun stjórnenda í Efstaleiti að endalaust megi misbjóða viðskiptavinum Ríkisútvarpsins?

 

Óskiljanleg fyrirsögn á mbl.is (29.04.2014) 1500 Glaðir hundar í Hörpu. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/29/1500_gladir_hundar_i_horpu/  1500 kátir grunnskólakrakkar komu saman í Eldborgarsal Hörpu. Voru það hundar?

 

Það er ekki gott þegar maður fær á tilfinninguna að fréttamaður geri tiltekin mál að sínum. Molaskrifara finnst þess  nokkuð gæta í umfjöllun Ríkisútvarpsins/sjónvarpsins um málefni hælisleitenda. Nær ævinlega fjallar sami fréttamaður um þau mál. Ekki víst að það sé traustvekjandi hjá öllum sem á hlýða og horfa.

 

Sautjánda júní og á sumardaginn fyrsta er oft farið í skrúðgöngur. Fyrsta maí fara sumir í kröfugöngu. Fráleitt að tala um skrúðgöngu fyrsta maí eins og gert var í morgunþætti í Ríkisútvarpinu á miðvikudag (30.04.2014).

 

,,… að starfsmennirnir hefði verið sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests”,. sagði fréttamaður Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld (30.04.2014). … að starfsmönnunum hefði verið sagt upp störfum, hefði verið rétt og eðlilegt orðalag.

 

Útvarp Saga gerði skoðananakönnun meðal hlustenda sinna á miðvikudagsmorgni (30.04.2014). Spurt var hvort rétt væri að setja lög gegn verkfalli flugvalla starfsmanna. Þá var meira en hálfur sólarhringur liðinn frá því að samningar voru undirritaðir og verkfallinu frestað. Það er ekki öll vitleysan eins!

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>