«

»

Molar um málfar og miðla 1588

Kastljósið var svo sannarlega í essinu sínu í gærkvöldi. Frábær þáttur. Hrikalegir viðskiptahættir. Ótrúlegt að þetta skuli hafi verið látið viðgangast. Spillt kerfi. Hvað á að kalla svona fyrirtæki? Hvað að kalla svona kerfi ? Manni rann eiginlega kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hagsmunatengslin í kerfinu voru rakin. Einn allra besti Kastljóss þátturinn, sem mig rekur minni til að hafa horft á.

 

Gáfu ráðuneytinu forlátaborð að gjöf, sagði í fyrirsögn á visir.is (04.10.2014). Gáfu ráðuneytinu forláta borð, – hefði alveg dugað. Sjá: http://www.visir.is/gafu-raduneytinu-forlata-bord-ad-gjof/article/2014710049939

 

T.H. skrifaði (03.10.2014) og benti á þessa frétt á visir.is: http://www.visir.is/nagrannaerjur-i-vogum-medvitundarlaus-i-halftima-og-bar-svo-ut-frettabladid/article/2014141009581

„Þetta voru ummerki sem voru þess eðlis að það leit út fyrir að einhver hefði verið dreginn meðfram jörðinni. … Fram kom … að sérstök lögregluskýrsla hafi ekki verið skiluð inn að fullu …“ . Molaskrifari þakkar sendinguna. Þetta er óttaleg hörmung. TH bendir líka (04.10.2014) á frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/03/fyrsti_snjorinn_i_hofudborginni/

Hann segir: „snjór­inn hef­ur alltaf komið á þess­um tíma ann­ars lagið“
Einkennilegt að blaðamaður skuli ekki kunna móðurmálið betur. Hér á auðvitað að standa „annað slagið“ – Kærar þakkir, T.H.

 

Þrjár sparnaðartillögur til Ríkisútvarpsins, sjónvarps:

  1. Hætta við Evróviosjón söngvarkeppnina.
  2. Leggja niður seinni fréttir sjónvarpsins, sem eru aðeins fjögur kvöld í viku, og bæta yfirleitt ekki miklu við f fyrri fréttatíma, nema kannski tilvitnunum í Kastljós
  3. Hætta við svokallaðar Hraðfréttir.

Þannig mætti spara mikið fé.

 

Halda ráðamenn Lottósins í alvöru, að það auki sölu lottómiða að láta garga á hlustendur, sem bíða þess að fréttir hefjist í Ríkisútvarpinu? Molaskrifari leyfir sér að efast um að þessar hálfruddalegu auglýsingar auki sölu lottómiða.

 

Næstu Molar sennilega á  föstudag.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>