«

»

Molar um málfar og miðla 186

   Í hádegisfréttatíma RÚV (24.10.2009)var sagt: … sem er eitt af höfuðvígum… Hér var ruglað saman orðum. Víg er bardagi eða dráp. Vígi er hinsvegar er hinsvegar varnarstaður eða víggirðing. Þágufall fleirtölu af vígi er vígjum (borið fram víjum). Í sama fréttatíma var sagt: Þá fara ekki sögur af… Molaskrifari er vanari því að sagt sé: Þá fer ekki fer sögum af….  Það er ágætt að RÚV skuli flytja okkur sígilda tónlist á Rás eitt frá miðnætti til morguns. Það er hinsvegar afleitt að tónlistin skuli flutt ókynnt. Það er svona eins og birta landakort án nokkurra staðaheita eða örnefna. „Landslag væri lítils virði,ef það héti ekki neitt“ .  Ef RÚV hefur ekki ráð á að kynna verk hinna miklu meistara  þá er Molaskrifari viss um að hægt væri að fá hóp 30-40 sjálfboðaliða til að kynna þessa tónlist og skiptast á um að vaka yfir henni  eina nótt í mánuði. Það væri bara gaman.  Ef þetta snýst um peninga, mætti líka hugsanlega spara eitthvað í bílarekstri stofnunarinnar.  

  Í Reykjavíkurbréfi hins nýja sunnudagsmogga (23.10.2009) (breytingin sýnist í fljótu bragði heldur til bóta) segir: Snemma á ráðherraferli Hannesar Hafstein fóru góðbændur í hópreið til höfuðstaðarins og mótmæltu fyrirhuguðum síma með tilþrifum. Hér er ýjað að langlífri sögufölsun með smjörklípuaðferðinni.. Rétt er þess vegna að vitna orðrétt í það segir á vefnum heimastjorn.is :

 „Um fá mál frá tíð heimastjórnar hefur ríkt jafn mikill misskilningur samtímans og símamálið. Þegar mikið liggur við, vitna menn gjarnan til reiðar bænda af Suðurlandi til Reykjavíkur til þess að mótmæla sæstrengnum sem dæmi um þröngsýni; baráttu gegn tækni og framþróun. Það er mikil einföldun. Símamálið var mikið deilumál þar sem tekist var á um sæstreng eða loftskeyti. Hannes Hafstein hélt fram sæstreng og bar málið fram til sigurs, Einar Benediktsson talaði fyrir loftskeytum.“    Nóg eru bændur níddir , þótt höfundur Reykjavíkurbréfs bætist ekki í kórinn.  

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Steini Briem skrifar:

    Það á nú ekki að þurfa að benda Davíð Oddssyni á þetta atriði, því hann skrifaði kaflann um Hannes Hafstein í bókinni Forsætisráðherrar Íslands – Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár, enda báðir af Briemsættinni.

  2. Jóhanna Geirsdóttir skrifar:

    Sæll Eiður
    Prófaðu að halda niðri Shift og Enter samtímis þegar þú vilt setja greinaskil.

  3. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Enn fóru greinaskil forgörðum. Átta mig ekki alveg á tækninni !

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>