«

»

Tíu manns og tvö-þrjú börn

 Það er nú ekki mikil frétt ,að samkvæmt  myndum Vefmogga skuli  tíu manns og  tvö, þrjú börn standa fyrir  framan stjórnarráðshúsið við Lækjartorg og mótmæla. Af þessum tíu  sýnist mér að tveir séu fréttamenn. Þetta er einna  helst  frétt vegna þess  fámennur hópurinn er 

mbl.is Mótmæla Icesave

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Axel Jóhann Hallgrímsson skrifar:

    Ég vísa á þetta blogg hér, þar sem birtar eru nokkrar myndir af mótmælunum frá ýmsum sjónarhornum.

    Erfitt er út frá þessum myndum að ná tölunni 55 hvað þá tölunni „hartnær 60“.

  2. Andspilling skrifar:

    Jón Valur er greinilega mjög upptekinn af því að telja gangandi vegfarendur til mótmælenda. En ég gekk þarna fram hjá og stoppaði til að sjá þennan sorglega sirkus og varð þannig hluti af talningu öfgaklerksins geri ég ráð fyrir. En til að tryggja mig langar mig að koma því skýrt til skila – og það með fallegum íslenskum viðtengingarhætti. Ég færi ef ég gæti eins langt í burtu frá þessum skríl og mögulegt er, en stundum ratar maður í ógöngur!

  3. Kama Sutra skrifar:

    „Sterka“ andstaðan gegn Icesave laðar að heil 0.02% af þjóðinni á mótmæli!

  4. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Þakka þér athugasemdina,Björn Jóhann. Hún er réttmæt.Þetta er rétt með misræmið. Nú er rétt að fara í samræmingu. Ég mun  reyna að gæta mín í framtíðinni.

    Jón Valur, ekki lýgur myndin sem mbl.is birti. Þó svo þarna hafi verið „hartnær 60 manns“. er það sárafátt, miðað við bægslagang stjórnarandstöðunnar.

  5. Björn Jóhann skrifar:

    Ágæti Eiður. Þú stendur vaktina hvað íslenskuna varðar í fjölmiðlum og er það vel. Við blaðamenn höfum gott af því að fá aðhald í þessu sem öðru. Ég tek hins vegar eftir því að þú talar jafnan í bloggi þínu um vefmogga, ýmist með litlu eða stóru vaffi. Ég ætla að leyfa mér að gera athugasemdir við þetta orð, fjölmiðillinn sem um er rætt heitir mbl.is. Þó að ritstjórnir beggja miðla starfi undir sama þaki, og samþætting milli þeirra hefur aukist, þá er um tvo sjálfstæða fjölmiðla að ræða. Þér til ábendingar er svo gott sem allur texti í sjálfu Morgunblaðinu prófarkarlesinn, en hið sama gildir ekki um það sem skrifað er beint á mbl.is. Þar geta undir mikilli tímapressu okkar blaðamanna sloppið í gegn innsláttar- og málfarsvillur en reynt er að laga það eftir bestu getu hverju sinni. Góðar stundir.

  6. Jón Valur Jensson skrifar:

    Þú varst ekki á svæðinu, Eiður. Þarna taldi ég tvisvar: fyrst 55 manns, síðan hartnær 60 manns um hálftíma seinna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>