Grein Sverris Stormskers á bls. 34 í Morgunblaðinu í dag, laugardaginn 12. desember 2009, er eitthvað það sóðalegasta sem lengi hefur sést á prenti. Morgunblaðið er komið niður fyrir gamla Þjóðviljann, þegar hann lagðist sem lægst. Hafa ritstjórar blaðsins alls enga sómatilfinningu ? Þetta er nýtt met í sóðaskap í íslenskri blaðamennsku. Það er ekki bara búið að breyta blaðinu í ómerkilega flokkspútu heldur er líka búið að breyta blaðsíðum þess í skólpræsi fyrir skít og óþverra.
Öllu heilbrigðu og sæmilega hugsandi fólki hlýtur að vera misboðið.
Ekki er langt síðan Morgunblaðið birti rætna og illkvittna grein um veikindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir þennan sama mann.. Það er heldur ekki langt síðan annar ritstjóra Morgunblaðsins skopaðist að Alzheimersjúkdómnum í alræmdri landsfundarræðu . Og flokksmenn hlógu dátt !
Nú er mælirinn fullur , – og skekinn. Frá og með næstu mánaðamótum kemur Morgunblaðið ekki inn á mitt heimili. Þar með bætist sá sem þetta skrifar í hóp þeirra 12-14 þúsunda, sem sagt hafa upp áskrift að blaðinu.
.
Skildu eftir svar