«

»

Þversagnir í þoku skrúðmælginnar

Yfirlýsing Ólafs Ragnars frá Bessastöðum í morgun er þversagnakennd, – þversagnirnar eru huldar þoku skrúðmælginnar eins og svo margt sem kemur utan af Álftanesi.

Það alvarlegasta í yfirlýsingu ÓRG er eftirfarandi setning: Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafa borist frá einstökum þingmönnum að vilji meirihluta alþingismanna er að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

Hvernig fóru þessar skoðanakannanir fram ? Hvernig var spurt? Hversu trúverðugar eru þær? Þetta er því aðeins skiljanlegt, ef ÓRG er að vitna í delluna sem áróðursteymið á Útvarpi Sögu leyfir sér að kalla skoðanakannanir. En er auðvitað víðsfjarri því að standa undir nafni.

Það var fellt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir með yfirlýsingu sinni, að sú atkvæðagreiðsla hafi ekki verið marktæk. Til þess hefur hann ekkert vald. Hann getur ekki notað það sem rökstuðning, að ekkert sé að marka ákvörðun Alþingis.Af því að hann viti betur. Ákvörðunin var tekin er í atkvæðagreiðslu, sem enginn hefur borið brigður á að hafi farið rétt fram. Ekki fyrr en nú að forsetinn lýsir hana marklausa. Það þarf doktorspróf í stjórnmálafræði til að nota svona rökstuðning. Forsetinn hefur tekið sér vald ,sem hann hefur ekki. Fróðlegt verður að sjá viðbrögð andstæðinga hans úr Sjálfstæðisflokki.

Samtökin sem kalla sig ensku nafni In Defence og stjórnarandstaðan hafa með hálfsannleik og stundum ósannindum villt um fyrir fjölda fólks. Nú hefur Ólafur Ragnar bæst í þeirra hóp. Og svo fer hann bara til Indlands, eða hvað. Kannski á hann fleiri vini þar en hér þessa stundina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>