«

»

Molar um málfar og miðla 254

Það er arfavitlaus ráðstöfun yfirstjórnar RÚV að skera þættina Viðtalið og Fréttaaukann niður við trog. Þessir þættir hafa verið vandaðir og þeir eru ekki það sem kallast getur dýr dagskrárgerð. Þetta er ódýrt efni. Kannski fáum við í staðinn fleiri þætti á borð við „Desperate Houswives“ og „Army Wives“. Næst fáum við kannski „TV Wives“? Hver veit? Allt er þá þrennt er.

Fréttamaður Stöðvar tvö ræddi við konu frá Haiti (06.02.2010). Hann talaði um samband hennar við „fjölskyldumeðlimi sína“. Hversvegna ekki fjölskyldu sína ? Sami fréttamaður sagði líka: „…hún á bróðir“ Hversvegna ráða fréttastofur fólk til starfa sem hefur ekki vald á einföldustu beygingareglum tungunnar. Það er óskiljanlegt. Í sama fréttatíma Stöðvar tvö var talað um „forvöl“. Á vefnum Beygingalýsing íslensks nútímamáls kemur fram að orðið forval er ekki til í fleirtölu.

Í Júrovisjón langlokunni á RÚV á laugardagskvöld (06.02.2010) sagði annar umsjónarmanna: „Þú hefur verið stílisti“. Hún átti ekki við að viðkomandi væri bærilega ritfær. Heldur (að Molaskrifari telur) að maðurinn hefði unnið við að breyta einstaklingum í öðruvísi einstaklinga, eða þannig. Sami sagði: „ Gott að heyra“. Enska: „Good to hear“. Annars var, af því litla sem Molaskrifari sá og heyrði , skemmtilegast að heyra umsjónarmenn hlæja að eigin orðum.

Úr frétt af visir.is (08.02.2010): „Lokað hefur verið fyrir gesti í hæstu byggingu heims Burj Khalifa turninum í Dubai. Lokað fyrir gesti. Það var og.

Vel saminn inngangur að frétt RÚV um óveðrið á austurströnd Bandaríkjanna í sex fréttum (06.02.2010). En einkennilegt er hve fréttamönnum gengur illa að bera rétt fram heiti bandaríska ríkisins Connecticut. Það var borið rangt fram í sex fréttum RÚV 807.02.2010) og aftur í sjö fréttum RÚIV sjónvarps. \kə-ˈne-ti-kət\

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Birgir Örn skrifar:

    http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/enn-einn-kotturinn-drepinn-fyrir-kidda-videoflugu-alblodugur-og-stunginn-med-eggvopni

    Enn einn kötturinn drepinn ,,fyrir“ Kidda videóflugu: Alblóðugur og stunginn með eggvopni….. (Af hverju vill Kiddi láta drepa alla þessa ketti?) 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>