«

»

Molar um málfar og miðla 261

Í hálfrar mínútu sjónvarpsviðtali í Ríkissjónvarpinu (20.02.2010) tókst sigurvegaranum í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi að segja þrisvar sinnum ofsalega og einu sinni ofboðslega. Ofsaleg orðgnótt, – ekki satt ?

Í dægurmálaþætti á Rás eitt , RÚV, var nýlega sagt: …. framkvæma tvöfalt lögheimili og …engin efnisbreyting sem þarf að breyta. Rétt er að fram komi, að það var gestur í þættinum ,sem notaði þetta orðalag, ekki starfsmaður RÚV.

Viðbúið er að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði frestað á ný … Ekki er þetta nægilega gott hjá þeim á vefmiðlinum visir.is (17.02.2010). Þar flaska menn sífellt á grundvallaratriðum málfræðinnar.

Í fréttum Stöðvar tvö (18.02.2010) var sagt: „… ekki dómurinn, heldur álitshnekkurinn“. Orðið hnekkur, er ekki til íslensku. Þarna átti að tala um álitshnekki, en hnekkir er eintöluorð,sem þýðir, tjón,áfall eða afhroð og álitshnekkir, er það þegar einhver setur niður að virðingu eða trúverðugleik, eins og orðabókin segir.

Gera verður þá kröfu til þeirra sem sitja á Alþingi Íslendinga, að þeir séu þokkalega máli farnir, og segi ekki eins og þingmaðurinn,sem rætt var við í hádegisfréttum RÚV (19.02.2010) „…. getum ekki landað verri samning en sá sem á að fella“. Molaskrifari lætur lesendum eftir að greina villurnar í þessu setningarbroti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>