FYRIR EÐA HANDA? Sveinn skrifaði(11.12.2016): Sæll Eiður, ég var að fletta sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins og sá þar fyrirsögnina: Jólagjafir fyrir börnin. Fyrir neðan var svo textinn: Það getur stundum reynst erfitt að finna fullkomna gjöf fyrir mikilvægasta fólkið. Vegna þess að þetta kemur fyrir í tvígang og í annað skiptið í fyrirsögn velti ég fyrir mér …
Category Archive: Skrifað og skrafað
Molar um málfar og miðla 2072
SKJÖLUN Molaskrifari les ekki auglýsingar Fréttablaðsins að jafnaði. Glöggur vinur benti honum á auglýsingu í Fréttablaðinu sl. laugardag (10.12.2016) Þar auglýsir fyrirtækið Össur: ,, Sérfræðingur í skjölun á klínískum upplýsingum vegna þróunar og markaðssetningar lækningatækja“. Vinur skrifara spurði hvort orðið skjölun væri dregið af sögninni að skjala. Í auglýsingunni kemur fram að starfið felist í …
Molar um málfar og miðla 2071
KOLMUNNI- SVARTKJAFTUR Á mbl.is (08.12.2016) segir frá því að Bjarni Ólafsson AK 100 hafi fengið 1500 tonn, fullfermi, af kolmunna á tveimur dögum á Færeyjamiðum á tveimur dögum. Í fréttinni segir: ,, Kolmunni er uppsjávarfiskur af þorskaætt og dregur nafn sitt, jafnt sem viðurnefnið svartkjaftur, af því að munnur hans er svartur að innan.“ Hér …
Molar um málfar og miðla 2070
ENN ER KOSIÐ Hér er aftur og aftur minnst á sömu hlutina. Í seinni fréttum Ríkissjónvarps (05.12.2016) var sagt: „Ítalska þjóðin kaus gegn stjórnarskrárbreytingum….“. Hér hefði verið eðlilegra að segja , til dæmis: Ítalska þjóðin hafnaði stjórnarskrárbreytingum…. Ítalska þjóðin felldi stjórnarskrárbreytingar … Ekk,i kaus gegn. – Hvað segja lesendur? Er þetta sérviska Molaskrifara? VIÐSKIPTI …
Molar um málfar og miðla 2069
HUGTAKANOTKUN FJÖLMIÐLA Sigurjón Skúlason, stjórnmálafræðingur, sendi Molum eftirfarandi bréf (03.12.2016) ,, Heill og sæll Eiður Þú hefur verið ötull við að benda á það sem betur mætti fara í fjölmiðlum, ekki síst réttri notkun tungumálsins. Ég er hérna með athugasemd sem snýr meira að réttri hugtakanotkun fjölmiðla, ég veit ekki hvort þér finnst hún ríma …
Molar um málfar og miðla 2068
SJÁLFSVIRÐINGIN Molavin skrifaði (04.12.2016): ,, Fréttabörn Morgunblaðsins fá enga tilsögn áður en þeim er hent að lyklaborðinu. Þetta stóð í Netmogga í dag (4.12.) í frétt um að bandarískri konu hafi verið nauðgað á Indlandi: „Konan hafði fyrst samband við lögregluna í gegnum tölvupóst með aðstoð bandarísku samtakanna NGO.“ Óreyndir unglingar með takmarkaða enskukunnáttu eru …
Molar um málfar og miðla 2067
VÍFILSFELL – OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson sendi Molum eftirfarandi (02.12.2016): ,, Sæll, Um daginn var á vettvangi þínum rætt um Kók-verksmiðjuna hér á landi vegna nafnabreytingar. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hét Vífilfell hf. Fjallið er hins vegar kennt við Vífil og heitir Vífilsfell. Þetta er í samræmi við eignarfallsendingu á örnefnum sem kennd eru við …
Molar um málfar og miðla 2066
FYRIR HÉRAÐI Molavin skrifaði (02.12.2016): ,, „Áður hafði málið tapast fyrir héraði…“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 ítrekað í kvöldfréttum (2.12). Málvenja er að tala um að tapa „í héraði“ eða fyrir héraðsdómi. Menn tapa ekki fyrir héraði, því hérað er ekki málsaðili. – Nema þetta sé orðfæri lögmanna? Almennt kæruleysi í meðferð málsins …
Molar um málfar og miðla 2065
METFÉ – TALAÐ FYRIR DAUFUM EYRUM Molaskrifari verður að sætta sig við það að hann talar oft fyrir daufum eyrum en reynir að hugga sig við hið fornkveðna, að dropinn holi steininn. Oft, mjög oft, hefur verið fjallað um það í Molum ( Þáttum 2057,1944, 1819,1567og 1358) að orðið metfé þýðir ekki metupphæð. Það er …
Molar um málfar og miðla 2064
FJÁRDRÁTTUR Of margir fréttaskrifarar fara rangt með orðtök. Eftirfarandi er af fréttavef Ríkisútvarpsins (229.11.2016): ,, Starfsmaður, sem hefur í lengri tíma starfað við bókhald í Landsbankanum, hefur verið rekinn vegna gruns um fjárdrátt. Vísir.is greinir frá þessu og segir hann sakaðan um að hafa dregið að sér á fjórða tug milljóna króna.‘‘ Hér hefði átt …