«

»

Molar um málfar og miðla 521

Ferðaþjónustan fullsödd af dýrum  mat , er fín   forsíðufyrirsögn í Fréttablaðinu (004.02.2011).

Molaskrifari las það einhversstaðar, að vefurinn ring.is  hafi verið tilnefndur til  íslensku vefverðlaunanna. Það  þykir Molaskrifara skrítið. Orðið  ring er  nefnilega ekki  íslenska  heldur enska.

 Það er ekkert til ,sem heitir um tuttugu og níu  manns eins og sagt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (03.02.2011). Tuttugu og níu manns eru  tuttugu og níu manns. Ekkert um. Það er hinsvegar hægt að segja um  þrjátíu

 Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (03.02.2011) sagði íþróttafréttamaður: .. þar ber hæst stórleikur…  Það verður að gera þá kröfu  til íþróttafréttamanna að  þeir   kunni að beita jafneinföldum orðatiltækjum  eins og að eitthvað beri hátt eða hæst.

 Stundum er  eitt  sagt og annað meint. Þegar sagt er ,að  ráðherra þurfi að íhuga stöðu sína  er átt við að hann eigi að segja af sér. Þegar sagt er  að kanna þurfi umboð formanns  Sjálfstæðisflokksins er átt  við að   setja eigi formanninn af.   

Icesave frumvarp samþykkt , sagði  í villandi fyrirsögn á fyrirsögn á fréttavef  Ríkisútvarpsins (03.02.2011). Af fyrirsögninni  lá beint við að draga þá ályktun að málinu væri lokið á Alþingi.  Svo er ekki. Verið var að samþykkja frumvarpið til  þriðju umræðu. Áður hefur komið fram að  málið fer á  ný til nefndar milli annarrar og þriðju umræðu  eins og  oft  gerist. Þetta eru ekki  vönduð vinnubrögð. Fleiri miðlar féllu reyndar í þessa sömu gryfju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>