Það er alltof algengt að fullfrískt fólk leggi í bílastæði ,sem eru sérmerkt og eingöngu ætluð fötluðum. Þetta er ótrúlegt tillitsleysi. Erlendis fylgist lögregla með því að þessi stæði séu ekki misnotuð.
Þessi mynd var tekin í Hveragerði fyrir nokkrum vikum. Þegar unga stúlkan sem sat undir stýri sá mig með myndavélina, þá opnaði hún rúðuna og kallaði til mín: “ Ef þú tekur mynd, þá kæri ég þig fyrir áreitni !“
Kæran er ekki komin en hér er myndin.
3 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
26/06/2007 at 21:29 (UTC 1)
Ef myndin er stækkuð með því að tvísmella á hana, sést númerið betur.
Sýnist það vera SE 488 –
Jóhann Páll Símonarson skrifar:
24/06/2007 at 23:34 (UTC 1)
Heill og sæll Eiður.
Til þess að myndir séu martækar þá þarft þú að taka mynd af númeri bifreiðar til að geta komið þessu á framfæri. Enn þrátt fyrir það er þörf á þessari umræðu og ekki veitir af.
Ég hef meira að segja séð fólk sem fer gangandi vera með þetta merki í bifreiðinni og stælir sig af. Ég tel að þurfi að endurskoða reglur hverir þurfa og eiga að vera með þetta fatlaða merki.
Enn umræðan er góð hjá þér og ekki veitir af svona ábendingum sem þú bendir réttilega á. Gott framtak hjá þér Eiður mundu að láta númerið fylgja með þá ert þú með pálmana í höndunum.
Jóhann Páll Símonarson.
Högni Jóhann Sigurjónsson skrifar:
24/06/2007 at 23:27 (UTC 1)
Frábært hjá þér Eiður, númerið hefði alveg mátt sjást. Svo er annað líka sem færist mjög í vöxt þ.e. þeir á dýru bílunum leggja í tvö stæði til að hurðir annara bíla fari ekki utan í dýra bílinn, sem er svo ekkert annað en stansað járn á gúmmíhjólum og til þess gert að færa mann frá stað A að stað B.