Í sjónvarpsfréttum var vakin athygli á gífurlegum verðhækkunum fyrirtækisins Já er svarið ,sem nú hefur símaskrána á sinni könnu og er í einokunaraðstöðu. Það varð til þess að ég fór að athuga hvað ég greiddi þessu fyrirtæki.
Fyrir eina aukalínu greiddi ég áður 390 krónur. Nú er búið að hækka verðið í 980 krónur. Þetta er meira en tvöföldun ! Engin rök. Engin tilkynning. Fullkomin ósvífni.
Talsmaður fyrirtækisins var eins og álfur út úr hól er hann reyndi að svara spurningum fréttamanns í gærkveldi.
Það eru svona þrjótar sem koma óorði á einkavæðingu.
Hvet lesara til að hafa samband við fyrirtækið ,- síminn er 522 3200,- og kanna hve hátt gjald þeir eru að greiða, hve mikið það hefur hækkað og hverjar séu skýringar á hækkuninni..
Skildu eftir svar