Makalaust er að lesa um það í Mogga að það kosti Sparisjóð Mýrasýslu 121 milljón að losna við sparisjóðsstjórann,sem hlýtur að hafa haft forystu um þau verk sem leiddi þessa sterku fjármálastofnun og héraðssóma lóðbeint á hausinn. Kannnski hefði sparisjóðsstjórinn frekar átt að greiða sparisjóðnum þessa upphæð, en það sæi sjálfsagt ekki högg á vatni þótt þesssi upphæð hefði komið til baka
Hin stórmerkilega fréttin er að Sparisjóðabankinn hafi lánað 8.6 milljónir dollara 1100 milljónir ISK til hótelkaupa á Á Miami Beach í Flórídaríki í Bandaríkjunum. Lánið var veitt félagi að nafni Longkey sem maður að nafni John Pickhard í London árið 2006. Þetta mun hafa verið 70 ára gamalat hús sem átti að endurbygggja en stendur nú autt. Fréttín er lítill eindálkur neðst á síðu í Mogga. Gæti ekki verið að prentvilla væri í nafni Englendingsins. Hann gæti hafa heitir John Pickpocket.
Hvað er hér á seyði? Nú þarf rannsóknarblaðamennsku. Hvaða leyniþræðir liggja milli Sparisjóðabankans og eiganda 70 ára gamals hótelræksnins á Miami Beach ?
Hér er áreiðanlega margt ósagt.
5 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
08/05/2009 at 22:13 (UTC 1)
Leyfi mér að vekja athygli á öðrum stórgóðum pistli Sigrúnar Davíðsdóttur í Spegli RÚV í kvöld. Þar fjallaði hún aftur um Flórídahneyksli Sparisjóðabankans þar sem fleiri aðilar koma reyndar við sögu. Sigrún er eiginlega á við heila rannsóknarnefnd. Kannski er hún okkar Eva Joly ? Makalaust að aðrir fjlölmiðlar skuli ekki fylgja þessum málum eftir. Hér er mörgum spurningum ósvarað og þeir sem þarna spiluðu fjárhættuspil voru ekki að hætta sínu eigin sparifé. Skora á lesendur mína að hlusta á þetta á vef RÚV:
Bjarni Kjartansson skrifar:
08/05/2009 at 08:49 (UTC 1)
Það má segja um bankamennina sem leiddu hvern sparisjóðinn í glötun og viðskiptavini (með áherslu á ,,vini“) í stór vandræði og stundum örvinglan, að drjúg séu morgunverkin, því sjaldnar en ekki voru þessir menn á burt þegar venjulegur vinnutími bankamanna var. Í það minnsta var afar erfitt að ná í þá í síma og jafnvel ómöuglegt.
Því hljóta þeir að hafa vaknað með spörvunum til vinnu sinnar eða að þetta hafi verið myrkraverk, unnin að kveldi í myrkri hvar ljós sannleikans mátti hvergi skína.
Mann setur hljóðan.
Miðbæjaríhaldið
Þakkar rýni í málfar og notkun orðskviða.
Eygló skrifar:
08/05/2009 at 00:48 (UTC 1)
Eiður, ég veiti þér hér með skriflega viðurkenningu fyrir Mr. Pickpocket
pirrhringur skrifar:
07/05/2009 at 20:15 (UTC 1)
mér brá þegar ég heyrði þessa frétt sem Eiður er að tala um í speglinum áðan. Rannsóknarblaðamennska á Íslandi? Í alvöru? Ég hélt að ég yrði ekki eldri. En það er náttúrulega mjög íslenskt að sópa svona rugli undir teppið, gefa stjóranum bara pening fyrir að láta sig hverfa osfrv… en Sigrún D á heiður skilinn 🙂
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
07/05/2009 at 18:33 (UTC 1)
Húrra fyrir fréttaskýringu Sigrúnar Davíðsdóttur í Speglinum um þetta mál rétt áðan. Hún gerði málinu eins góð skil og hægt er að ætlast til á þesssu stigi. Hún spurði líka ótal spurninga, eðlilegra og mikilvægra spurninga. Sigrún á verðlaun skilið fyrir vinnu sína í sambandi við fréttir og fréttaskýringar af íslenskum bankabandittum/bankabjánum um veröld víða. Flott. Svona á að vinna.
PS Matreiðslubækurnar hennnar eru líka frábærar , þótt þær séu ekki með milljóna litmyndum!