«

»

Um „bull,ergelsi og pirru“

Á föstudagskvöldið (08.05) hlustaði ég aldrei þessu vant á talsverðan hluta Hrafnaþings á sjónvarpsstöð Ingva Hrafns ÍNN. Þar skeggræddu fjórir Sjálfstæðismenn landsins gagn og nauðsynjar, pólitíkina í dag , hina vondu ríkisstjórn og þá hrikalegu framtíð sem blasti við, ef Jóhanna og Steingrímur mynduðu ríkisstjórn. Tveir fastagestir og stjórnandinn, Ingvi Hrafn, höfðu fátt annað til málanna að leggja en „ bull, ergelsi og pirrru“ svo fengin sé að láni gömul klisja.

 Fjórði þátttakandinn  og gestur  þáttarins var Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins  í   Norðausturkjördæmis. Hann talaði af yfirvegun og  skynsemi, en  fékk lítið að komast að  fyrir hamagangi hinna. Ég var ekki  sammála öllu sem  Kristján Þór sagði ,  en mörgu var ég sammmála. Hann sagði margt, sem  aðrir  flokksbræður hans mættu hlusta á og það var sanngirni í málflutningi hans. Ég gat  hinsvegar ekki betur  séð en honum liði illa undir  bullli þremenninganna og  væri   næstum miður sín yfir lágkúrunni og  dauðfeginn, þegar þættinum var lokið.

Þátturinn sökk ofan í nýja lægð þegar Ingvi Hrafn byrjaði að gretta sig og þykjast herma eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherrra, en sagði svo: „ Æ, ég má víst ekki herma eftir henni.“

Auðvitað á að gagnrýna Jóhönnu  Sigurðardóttur eins og  aðra  stjórnmálamenn.Öll erum við  mistæk. Gagnrýni verður hinsvegar marklaus þegar hún flelst í  fíflaskap og dónalegri framkomu.

Svona gera ekki  alvörusjónvarpsmenn. Svona  gera einna helst  götustrákar.

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Reglan um stóran staf og lítinn er ekki einföld. Mér finnst samt best að nota þá reglu að það er með stórum staf sem heitir en með litlum það sem er: Háskóli Íslands, háskólinn á Íslandi, þjóðleikhússtjóri, Bandaríkjaforseti, Landsbanki, landsbankastjóri o.s.frv.

  2. Eiður skrifar:

    Heiti bloggsins er innan gæsalappa, – ég er því miður ekki höfundur heitisins. Ég skrifa Sjálfstæðismenn með stórum staf vegna þess að þeir eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst til dæmis eðlismunur á orðunum Framsóknarmaður og framsóknarmaður. Þetta er mín sérviska. Ábendingin um hins vegar er auðvitað rétt.Þakka þér fyrir það, Ben. Ax. Viðurkenni fúslega að ég er ekki alltaf sjálfum mér samkvæmur um kommusetningu. Aðalatriðið er að nota kommur til að koma í veg fyrir misskilning. Sbr. ensku setninguna : „ Eats,shoots, and leaves“ og „ Eats shoots and leaves“, sem hefur allt aðra merkingu.

  3. Hörður B Hjartarson skrifar:

           Eiður!

           Heiti bloggsins =

  4. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Sammála þér að venju. En af hverju skrifar þú Sjálfstæðismenn með stórum staf? Þú notar gömlu kommusetninguna og er það þitt mál. Af hverju skrifar þú  hins vegar hinsvegar í einu orði?

  5. Eygló skrifar:

    Má ég þá benda á og bjóða ykkur að hlusta á Höskuld Höskuldsson og kumpána á Útvarpi Sögu?!

    Ef eitthvað flokkast undir beturvisku þá fer hún þar fram. Punkturinn yfir i-ið er svo málfarið.   Mæli með þættinum til þess að kynna sér hann og leyfa sér að verða hissa, hneykslaður, já og öskuillur, á heila „klabbinu“.

  6. Baldur Guðmundson skrifar:

    Ég er nú alltaf jafn hissa á sjálfum mér að ég skuli yfir höfuð staldra við á þessari stöð á flakki mínu um sjónvarpsrásirnar af því að maður verður alltaf jafn undrandi á þessum kjaftavaðli á þessari stöð sérlega þessari svokölluðu heimastjórn. Kjaftavaðallinn, fullyrðingarnar og ósanngirnin er svo yfirgengilegt að það er ekki nema von að grandvörum manni og prúðmenni eins og Kristjáni Þór Júlíussyni líði illa innan um þessa þokkapilta. Stjórinn virðist vera á eilífu flakki á milli Ameríku og Íslands og stjórnar stundum þáttunum í gegn um tölvu. Þá finnst mér að ekkert vanti nema hornin á kallinn til að vera eins og andskotinn. En það er vegna lélegra skilyrða að utan, trúlega, sem svona er, vona ég.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>