«

»

Molar um málfar LXXXVII

  Í  tíufréttum RÚV  sjónvarps (11.06.09.) var   greint  frá því hve margir  þingmenn hefðu opinberað   fjárhjagsleg hagsmunatengsl sín.  Þetta  reyndust vera   samtals  27 þíngmenn. Þrisvar sinnum  sagði  fréttaþulur, að þetta væri  langt innan við helmingur  þingmanna. Á   Alþingi Íslendinga  sitja   63 þíngmenn. Það væri  því nær lagi að segja  innan við helmingur,  eða  nær  helmingur vegna þess að  aðeins  vantar   5 þingmenn í hópinn þannig  að  fréttaþulur  hefði getað  sagt að  meiri  hluti  þingmanna  hefði  gert  þessi  tengsl  sín opinber.   Ekki fannnst mér  fagmannlegt  að taka  svona  til orða.

  Í fréttum Stöðvar  tvö (11.06.09.)  var  fjallað um lúxusíbúðir í eigu   auðmannsins Jóns  Ásgeirs  Jóhannessonar í Lundúinaborg.  Sagt var að  íbúðirnar   væru í sölumeðferð. Þetta  finnst mér aulastíll. Það hefði átt að  segja að íbúðirnar væru  til sölu. Þeir sem  selja svo kallað Herbalife, sem á að vera einskonar Kínalífselixír, kalla  sig ekki  sölumenn,  heldur  sjálfstæða  dreifingaraðila. Þetta er  auðvitað eins og hvert annað bull því  ekki  dreifa þeir þessu ókeypis. Þeir selja  Herbalife.

Skuldsett heimili eru viðkvæmari fyrir tekjumissi, sagði í fyrirsögn  í Morgunblaðinu (11.06.09.) Er það  ekki sjálfgefið ?

Þá var stúlkan að reka kúna en hún var nýbúinn að bera kálf. Vefvísir (11.06.09.) Áður hefur hér  verið gerð  athugasemd  við nákvæmlega samskonar orðalag.  Skrifari gerir engan greinarmun á  sögninni að  bera þegar hún  þýðir að halda á  og  tekur með sér þolfall eða  þegar  hún þýðir  að eignast afkvæmi og  tekur  með sér  þágufall,  –   kýrin  bar  kálfi.

En,  svei mér þá,  ef  málfarið hefur  ekki ögn  skánað á Vefdv að undanförnu. Vonandi getur maður  sagt:  Batnandi mönnum er best að  lifa !

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Jón Gíslason skrifar:

    Þökk fyrir góða pistla.

    Mér finnst þó ekki fara vel á því að segja þrisvar sinnum, betra væri þrisvar eða þremur sinnum.

    Með kveðju,

    Jón G

  2. Sigurjón Pálsson skrifar:

    Mörgum er vandamál að tala vandað mál

    og það er vandséð mál – að þeim fækki.

    Því virðist gefið mál að okkar gamla mál

    brátt teljist glatað mál – nema hópurinn stækki.

    sp

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>