Er ekki lágmarkskrafa, að þeir sem skrifa fréttir kunni að beygja algengustu orð móðurmálsins ?Eftirfarandi setning er af Vefdv (20.06.09.): Staða Sigurðar Jónssonar, yngri bróðurs Guðmundar í byrginu, er ekki öfundsverð. Svona til að hnykkja á þessu þá beygist orðið bróðir: Bróðir, bróður, bróður,bróður.
Einkennilegt finnst mér að tala um stóra brautskráningu eins og Ríkisútvarpið gerir (20.06.09.) á heimasíðu sinni: Þetta er stærsta brautskráning frá skólanum frá upphafi . Hér er átt við að aldrei hafi fleiri útskrifast samtímis frá Háskóla Íslands.
Svo er hér ein gömul ambaga,sem kom á skjáinn við tiltekt í tölvunni:
Vefvísir 07.02.09.
Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins grunar að Ólafur Ragnar forseti Íslands hafi vitað af… Fastir liðir eins og venjulega
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Eygló skrifar:
22/06/2009 at 20:44 (UTC 0)
Ó, Guðs vors lands og lands vors guð(s?)
Margir syngja svona! þ.e. guðs vors lands…