«

»

Ólík viðbrögð Þorgerðar Katrínar og Sigmundar Davíðs

 Þau voru ólík viðbrögð forystumanna  Sjálfstæðisflokks og  Framsóknarflokks  við  stöðugleikasáttmálanum í ljósvakamiðlum í gærkveldi (25.06.09.).

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  brást málefnalega og mennilega  við og  fagnaði þessum tímamótagjörningi, en  gerði  hóflega orðaðar athugasemdir.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins var hinsvegar  á öðrum nótum. Hann var eins og naut í flagi og hafði allt á hornum sér. Get ekki ímyndað mér að málflutningur af þessu tagi  sé   Framsókn  til framdráttar hjá  venjulegu fólki. 

Það er athyglisvert að  reyndasti  þingmaður  Framsóknarflokksins, Siv   Friðleifsdóttir, heldur  sig  nú um stundir mjög  til hlés og lætur  strákagengið    um að hafa  uppi fíflagang frammi fyrir kjósendum.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Sennilega.

  2. Baldur Kristjánsson skrifar:

    Er henni ekki haldið til hlés! Kv. B

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>