«

»

Við vorum höfð að fíflum

 Það kemur æ betur í ljós hvernig  við höfum öll , öll þjóðin, verið höfð  að  fíflum.

Svolítið einfaldað var þetta svona:

Samson  fékk að kaupa Landsbanka Íslands, – banka allra  landsmanna, af því að   þeir áttu svo mikinn gjaldeyri eftir að hafa selt Heineken bjórverksmiðju í Rússlandi. Nú er komið í ljós að þeir  fengu  verulegan hluta kaupverðsins að láni  í Búnaðarbankanum (var Búnaðarbankinn  ekki ríkisbanki þá ?) , –  væntanlega í  sauðalituðum krónum.  Nú bjóðast þeir af miklu örlæti til að  borga  lítið brot af láninu til baka.

 Fengu svo ekki útvaldir  Framsóknarmenn lán í Landsbankanum til  að kaupa  Búnaðarbankann,sem  seinna varð  Kaupþing ?   Þannig  voru helmingaskiptin fullkomnuð.  Það  skyggði að  vísu  aðeins á að valinkunnur  Sjálfstæðismaður sagði sig úr  einkavæðingarnefndinni  af því að hann hafði aldrei kynnst öðrum eins  vinnubrögðum.

 Undirritaður  eru nú ekki mikið  fyrir að sletta  ensku, en sennilega er þetta það sem Englendingar mundu kalla: The  perfect crime.  – Hinn fullkomna  glæp!. Ekki sé  ég betur.

Þeir hafa haft okkur öll að  fíflum og hlæja  nú að okkur sem  treystu þeim.

Mikil fífl  vorum við.

 

 

 

 

 

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Ævar Rafn Kjartansson skrifar:

    Þetta er akkúrat það sem ég er búinn að vera að hugsa í dag. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>