Í Noregi eru þung viðurlög við umferðarlagabrotum. Miklu þyngri en hér á landi. Í vefútgáfu norska blaðsins (16.10.2009) VG er frá því greint að lögreglan hafi stöðvað kunnan lögfræðing á 109 km hraða á vegi þar sem hámarskhraði var 60 km á klukkustund. Lögfræðingurinn var að fara fram úr bíl, sem ók hægar en 60 km/klst. Aðstæður voru góðar, vegurinn þurr og gott skyggni. Lögfræðingurinn var dæmdur í 21 dags skilorðsbundið fangelsi ,20 þúsund noiskra króna seklt ( rúmlega 220 þúsund íslenskar krónur) og sviptur ökuleyfi í 16 mánuði.
Hér á landi er alltof vægt tekið á ökuníðingum. Daglega horfir maður á fólk á 90-100 km hraða á Hafnarfjarðarveginum blaðrandi í síma og sískiptandi um akrein án þess að gefa stefnuljós. Hámarkshraðinn frá Bústaðavegsbrú suður undir BP stöð við Vífilstaðaveg er 80 km/klst. Skömmu áður en komið er að BP stöðinni lækkar hraðinn niður 60 km/klst en varla sést nokkur minnka hraðann. Þegar beðið er við umferðarljósin á gatnamótum Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar horfir maður á 18 hjóla trukka ýmist tóma eða með fullfermi af möl eða sandi þjóta hjá á minnst 80 km hraða.
Lögreglan hefur hvorki fjármuni né mannafla til að gæta þess að farið sé að lögum, umferðarlögum. Slysin verða þegar lögin eru brotin. Þetta er ófremdarástand.
í
11 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Steini Briem skrifar:
18/10/2009 at 04:29 (UTC 1)
Gloria Swanson fæddist 1899, sama ár og móðurafi minn, en hann lifði öldum saman, dó árið 2000.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
17/10/2009 at 23:09 (UTC 1)
Ágætur maður sagði reyndar: Sic transit Gloria Swanson, – það hefur mér alltaf fundist heldur gott.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
17/10/2009 at 11:09 (UTC 1)
Kannski er það ljótt, Steini Briem, nú varð mér það á að skellihæja upphátt !
Steini Briem skrifar:
17/10/2009 at 02:47 (UTC 1)
Sic transit gloria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Og Sjálfstæðis- var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.
Svo hættulegt var ekkert auð né valdi
og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.
Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu,
og allir Bretar vissu banameinið hans.
En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar bensíntunna
frá Bjarna Ben í Enn einum Company.
Steini Briem skrifar:
17/10/2009 at 02:32 (UTC 1)
Svona á þetta að sjálfsögðu einnig að vera hérlendis, enda veitir okkur ekki af að fá háar hraðasektir í ríkiskassann:
Sex Kínverjar hafa fengið vænar sektir fyrir umferðarlagabrot. Sumir þeirra óku á um 229 km hraða á svissneskum þjóðvegum. Þeir sem greiða hæstu sektina þurfa að punga út 10,6 milljónum kr.
Kínverjarnir heldu því fram við héraðsdómstólinn í Horgen að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því að það mætti ekki fara yfir 120 km hraða á þjóðvegum landsins. Dómarinn tók útskýringuna ekki góða og gilda og úrskurðaði að þeir hefðu ekið viljandi of hratt.
Tæpar ellefu milljónir króna í hraðasekt
Í Finnlandi byggjast sektir upp á meðalmánaðartekjum skv. skattframtali síðasta árs og fyrir ölvunarakstur er hámarksrefsing 5 ára fangelsi.
Alltof lágar hraðasektir hérlendis
Eygló skrifar:
17/10/2009 at 01:43 (UTC 1)
Hverjir voru það sem innheimtu sektarupphæð miðað við tekjur?
Í umferðalagabrotum eins og öðrum lögbrotum komast þeir efnuðu betur frá. Hvort sem það eru verjendur í sakamálum sem bubbarnir geta pungað út fyrir eða smáklink sem þeir rífa uppúr rassvasanum fyrir hraðasekt.
Steini Briem skrifar:
17/10/2009 at 00:33 (UTC 1)
Eina atvikið sem mér hefur verið refsað fyrir um ævina var þegar ég þurfti að flýta mér í brúðkaupið hennar Möggu Blöndal á Akureyri en þá stöðvaði lögreglan mig á gamalli Ford Fiestu á 119 kílómetra hraða uppi á Öxnadalsheiði.
Út af fyrir sig var ágætt að fá það opinberlega staðfest að Fiestan kæmist svona hratt og það kom öllum viðstöddum að sjálfsögðu mjög á óvart en að öðru leyti hef ég farið á löglegum hraða í gegnum lífið.
Síðar skildi Magga og þá sendi ég henni reikninginn fyrir hraðasektinni.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
16/10/2009 at 23:48 (UTC 1)
Í fyrsta lagi, Gústaf, notaði ég orðið kunnur, ekki virtur. Í öðru lagi er atvikalýsingin ekki mín heldur norska blaðsins VG og í þriðja lagi þekki ég af eign raun eftir fimm ára búsetu í Noregi að norskir ökumenn virða umferðarlögin meira en en íslenskir ökumenn gera. Ég held að þung viðurlög eigi sinn þátt í því. Ég fékk tvisvar sinnum 1500 (NOK) hraðasekt í Noregi. Í annað skiptið fyrir að aka á rúmlega 40 þar sem mátti aka á 30 og í hitt skiptið fyrir að á 70 þar sem mátti aka á 60. Eftir það fór ég að gæta mín vel.
Gústaf Níelsson skrifar:
16/10/2009 at 22:38 (UTC 1)
Heldurðu að hinn virti norski lögmaður láti sér segjast, Eiður? Það held ég ekki og þessar eilífu kröfur um miklar refsingar eru lítt hugsaðar, en kvikna í hita augnabliksins. Eru umferðarslys fyrirferðarminni í Noregi en Íslandi? Ég held ekki. Er refsigleði Bandaríkjamanna, Rússa, Kínverja eða ríkja múslima, heiminum öllum til eftirbreytni? Ég held ekki. Af atvikalýsingu þinni ræð ég að norsku umferðarlögin séu í aðalatriðum samin af refsiglöðum flónum. En flón finnast auðvitað víðar en í Noregi.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
16/10/2009 at 22:29 (UTC 1)
Leiðrétting: Þarna á standa 10 þúsund norskra króna sekt. – Já,Björn, ég er bara svona gamaldags í hugsun. Græni liturinn þýðir ennþá BP hjá mér !!! N1 er svo afspyrnu vitlaust nafn að ég segi líka Essó. Annars hætti ég að kaupa eldsneyti hjá þeim þremur stóru eftir að upp komst um verðsamsærið gegn almenningi.
Björn S. Lárusson skrifar:
16/10/2009 at 22:21 (UTC 1)
Gaman að sjá þig kalla Olís stöðina BP stöðina (British Petrolium). Af sömu ástæðu kalla ég alltaf N1 stöðvarnar alltaf Esso (Standard Oil).