Nú reynir á hvort stjórnarstaðan hefur snefil af ábyrgðartilfinningu, eða er bara í sýndar- og hræsnileik. Nú kemur í ljós hvort lýðskrumið eða ábyrgðin verða ofan á. Fróðlegt verður að sjá. Ekki verður sagt meira að sinni.
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
16 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
18/10/2009 at 23:17 (UTC 1)
Þá erum við sammála, Baldur. Báðir íhaldsmenn en ekki í sama flokki!
Baldur Hermannsson skrifar:
18/10/2009 at 23:10 (UTC 1)
Það er rétt hjá þér. Alþingi verður að setja sér ótvíræðar starfsreglur sem koma í veg fyrir málþóf. Eða enn betra: reglur sem koma í veg fyrir að stjórnarandstaða geti hindrað framgang mála með málþófi.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
18/10/2009 at 23:07 (UTC 1)
Baldur, stjórnarandstaðan mun halda uppi endalausu málþófi eins og við urðum vitni að í sumar, þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks voru í sífelldum andsvörum við flokksbræður sína. Það gengur þvert gegn tiltangi þess að leyfa andsvör í umræðum. Andsvörin voru mjög til bóta, þegar reglur um þau komu inn í þingskapalög. Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli Ólafs G. Einarssonar þingforseta. En það er hægt að eyðileggja alla góða hluti ef einbeittur brotavilji er til staðar,eins og nú virðist vera. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyndu markvisst að eyðileggja andsvarareglur þingskapalaga í sumar. Ég óttast að það sama muni gerast í næstu viku. Sigmundur Davíð er þegar byrjaður að hóta fyrir hönd Framsóknar. Það boðar ekki gott.
Baldur Hermannsson skrifar:
18/10/2009 at 22:42 (UTC 1)
Hvaða bölvun getur stjórnarandstaðan eiginlega gert? Ef stjórnin hefur meirihluta fyrir þessu er málið búið. Ef ekki – þá ber henni að segja af sér án tafar. Það var eggjahljóð í Ögmundi og ég þykist vita að meirihlutinn sé vís þótt varla sé hann stór.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
18/10/2009 at 22:36 (UTC 1)
Stjórnarandstaðan hefur ekki snefil af ábyrgðartilfinningu og ætlar að gera eins mikla bölvun og hún getur. Sigmundur Davíð sá reyndi stjórnmálamaður (!) er þegar byrjaður að hóta. Kannski fer hann til Noregs aftur að tala við Árna Johnsen norskra stjórnmála. Hvað í þessu máli hefðu þeir getað gert betur? Hefðu Bretar og Hollendingar veriið eitthvað sveigjanlegri við þá ?
Steini Briem skrifar:
18/10/2009 at 19:35 (UTC 1)
Á eftir AGS hér fyrir ofan áttu reyndar að vera gæsalappir en ekki spurningarmerki. Eins gott að klikka ekki á því.
Gæsaglappa,
gerði skot,
þurs í þrot,
lappabrot,
hólmsins grjóta,
veggja ljóta,
krot,
nú tárin vot,
karli vísa á í kot,
eins og skot.
Steini Briem skrifar:
18/10/2009 at 18:36 (UTC 1)
Hreinn kostnaður lántakanda mun þar af leiðandi eingöngu verða vaxtaálag sem greiða skal samtímis vaxtagreiðslum af pólsku ríkisskuldabréfunum. Vaxtaálagið verður 2% á ári fram til 31. desember 2015 en 1,3% á ári þar eftir.
Lánið verður endurgreitt með fjórum afborgunum á lokagjalddögum hinna tilgreindu pólsku ríkisskuldabréfa í október 2015, 2017 og 2019 og í september 2022. Pólsku ríkisskuldabréfin sem íslenska ríkið eignast samkvæmt lánssamningnum munu styðja við gjaldeyrisforða Íslands.
Sameiginleg fréttatilkynning fjármálaráðuneyta Póllands og Íslands 4.10.2009
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
18/10/2009 at 17:37 (UTC 1)
Baldur, ég veit að þú hefur ekki gullfiskaminni. Fyrst og fremst eru það Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem hafa komið þjóðinni í þetta klandur. Samfylkinging er svo sem ekki alsaklaus heldur. Bjarni Ben. og Sigmundur munu halda lýðskruminu og ábyrgðarleysinu áfram. Þúsund þeirra eigin flokksmanna er mismboðið með þessari framkomu, – raunar þjóðinni allri.
Trúir nokkur sála því í alvöru að Hollendingar og Bretar hefðu verið eitthvað sveigjanlegri við Sigmund og Bjarna? Ekki til í dæminu.
Steini Briem skrifar:
18/10/2009 at 16:25 (UTC 1)
„Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir mikilvægt að menn átti sig á því að jafnvel þótt Seðlabankinn beiti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að hemja gengi krónunnar þurfi þjóðarbúið að verða sér úti um stór erlend lán til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum.
Auk þess þurfi að endurfjármagna lánin. Hann segir lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vera hagstæðustu fjármögnun sem íslenska ríkinu stendur til boða. Of dýrar lántökur ríkisins myndu bitna hart á fyrirtækjum í landinu og þá einkum og sérílagi orkufyrirtækjunum.
Nú sé brýnast að menn átti sig á því hvaða lán séu hagstæðust í þessum tilgangi. Litháen hafi til að mynda brugðið á það ráð að gefa út skuldabréf á alþjóðlegum markaði. Litháar þurfi að greiða hátt verð fyrir þá lántöku eða um 8% í vexti. Ef þessi leið yrði farin hér á landi þyrfti Ísland að greiða hærri vexti, eða um 10%. Friðrik bendir á að vextir af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum séu mun lægri, eða um 3%.“
Hagstæðasta lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum
Ómar Bjarki Kristjánsson skrifar:
18/10/2009 at 16:05 (UTC 1)
Nú verður mönnum tíðrætt um dóma of dómsstóla og það sé þarna inní o.s.frv.
Þá vaknar spurningin: Hvaða dómar ? Hvaða dómstólar ?
Hvað eru menn að tala um eiginlega.
Ísland mun aldrei fara með þetta fyrir neina dómsstóla. Eg get ekki séð það. Til hvers ? Til að fá að borga allt uppí topp ?
Hvaða tal er þetta !
Friðrik Hansen Guðmundsson skrifar:
18/10/2009 at 12:28 (UTC 1)
Það er eitthvað mjög mikið að ef trúnaðarmenn þjóðarinnar samþykkja að þjóðin losni ekki við Icesave ef dómar falla á þann veg að þjóðinni beri ekki skylda til að greiða Icesave.
Þeir trúnaðarmenn þjóðarinnar sem láta sér detta í hug að samþykkja slíkt ákvæði fyrir hönd þjóðarinnar eru að fremja pólitískt sjálfsmorð.
Að samþykkja að við borgum þó dómstólar dæmi að við eigum ekki að borga er þvílíkt rugl að ég trúi ekki að þetta sé í svona í þessum drögum. Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá Morgunblaðinu í þessari frétt af málinu.
Haukur Kristinssonh skrifar:
18/10/2009 at 11:00 (UTC 1)
Í morgun bloggar Björn Bjarnason, að fráleitt sé að gera kröfu til þess að stjórnarandstaðan dragi ríkisstjórnina að landi í Icesave-málinu. Þetta kalla ég óskammfeilni í meira lagi hjá Birni. Reynt er að draga þjóðarskútuna á flot, eftir að henni var siglt í strand.
Og hverjir gerðu það, hverjir voru við stýrið? Þarf virkilega að minna fólk á það? Eða eru Íslendingar hálfvitar?
Sigurður Sigurðsson skrifar:
18/10/2009 at 10:25 (UTC 1)
Eiður Svanberg: Hvað er lýðskrum og ábyrgð ? Er það aumingjagangur krata og kommúnista í ríkisstjórn Íslands að samþykkja allar kröfur Breta og Hollendinga möglunarlaust ?? Meira að segja að fallast á það að halda áfram að borga ef dómur er Íslendingum í vil ?
Er það þetta sem þú kallar ábyrgð og staðfestu ??
Ef svo er ættirðu að finna þér eitthvað annað að gera en ræða þessi mál hérna !!
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir skrifar:
18/10/2009 at 09:22 (UTC 1)
Stjórnarandstaðan er sá aðili sem hefur hingað til reynt að bjarga því sem bjargað verður af þessu mesta klúðri Íslandssögunnar næst á eftir bankahruninu. Mikil er óhamingja þessarar þjóðar að strax hafi verið bætt um betur og getuleysi, fáviska, gunguháttur og hindranir einkenni stjórnina sem treyst var til endurreisnar. SJS og Jóhönnu verða lengi minnst sem þeir sem mestu mistökin gerðu ásamt Geir Haarde. Hvernig í ósk0punum datt SJS í hug að skipa þessa menn í upphaflegu samninganefndina og skrifa undir plaggið án nokkurrar kunnáttu um raunverulegt innihald. SJS lýsti yfir pólitískri ábyrgð yfir samsetningu hennar, hvernig væri að hann axlaði hana nú með afsögn? Nú eru allir flokkar í skít upp að eyrum en stjórnarandstaðan hefur þó verið sá aðiili sem hefur áttað sig og reynt að bjarga því sem bjargað verður. Þessi stjórn má ekki komast upp með að vanvirða þingið!
Baldur Hermannsson skrifar:
18/10/2009 at 00:15 (UTC 1)
Þetta er harkaleg niðurstaða. Lítið stendur þá eftir af þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í sumar. Það er einkennilega að orði komist að nú eigi stjórnarandstaðan að sýna ábyrgðartilfinningu – það er ekki hún sem ræður heldur vinstri flokkarnir.
Soffía skrifar:
18/10/2009 at 00:12 (UTC 1)
Stjórnarandstaðan er ekki aðalatriðið. Hvað vill þjóðin? Það er bara ekki hægt að samþykkja þetta!
„Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að ekki verði hætt að greiða af Icesave-skuldabréfunum árið 2024 eins og fyrirvararnir gerðu ráð fyrir, heldur verði upphæðin greidd að fullu. „
Er ekki allt í lagi??? Það er ekki einu sinni fullreynt að við eigum að borga þetta helv….!
„Á hinn bóginn hefur niðurstaða dómsins, þótt hann yrði Íslendingum í hag, ekki sjálfkrafa þau áhrif að greiðslur falli niður.“
Hverjir sátu eiginlega í þessari nefnd? Einhverjir sem þola ekki Ísland? Þetta má ekki samþykkja!! Í guðanna bænum Samfylking! Það getur ekki verið svona gaman í Brussel að það sé öllu til fórnandi!?? Plísss……