«

»

Breyting í Hádegismóahöll

 Þegar Bjarni Benediktsson tók við ritstjórn Morgunblaðsins 1956 tók hann ákvörðun um að breyta þingfréttaskrifum blaðsins í þá  veru að sagt  væri  heiðarlega frá  ræðum  þingmanna  annarra flokka. Það hafði ekki  tíðkast í Morgunblaðinu fram að því. Sagt var frá ræðum Sjálfstæðismanna  en  ræðum  þingmanna annarra flokka ekki gerð mikil skil. Þessu breytti Bjarni og á mikinn heiður skilinn  fyrir það. Þetta var skref í nútímavæðingu Morgunblaðsins

 Nú verður ekki betur séð af  Mbl. is   að verið sé  að færa þetta   aftur í gamla  formið og  flytja   þingfréttaflutning meira  en hálfa öld  aftur í tímann.  Það verður   blaðinu ekki til framdráttar. Verði þetta raunin er það óheillaskref sem enn mun  fækka áskrifendum blaðsins sem gefið er út í Hádegismóum.

mbl.is Gleymdu 200 milljörðum

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Steini Briem skrifar:

    Svo flutti Morgunblaðið í ljótasta hallarskrípi Reykjavíkur og var ég þá löngu hættur að reyna að vera bísnessmaður. Ekki varð ég var við að Morgunblaðið efldist eða batnaði við það að ryðja brautina fyrir eyðileggingu Kvosarinnar, þótt í „höll“ væri komið. Lesbókin var enn í líkingu Lifandi Vísinda og tæpti stundum á þjóðlegum fróðleik sem nú er löngu liðin tíð.

    Þá var ekki búið að eyðileggja Útvegsbankahúsið sem nú hýsir Héraðsdóm Reykjavíkur. En viti menn, fyrir um 40 árum átti ég erindi í „Höllina“ í leit aðkjarnorkubyrgjumfyrir Reykvíkinga. Kom í ljós að „pappírskjallarinn“ í Morgunblaðshöllinni var með hæsta s.k.Protection Factorsem fundist hafði í Reykjavík eða um 240.000. Ekki á ég von á að þáverandi eða núverandi starfsmenn blaðsins haf haft hugmynd um það.“

    Morgunblaðið frá Austurstræti í Hádegismóa

  2. Björn Birgisson skrifar:

    Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að fátt sé blaðinu til framdráttar um þessar mundir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>