«

»

Molar um málfar og miðla 2015

Hlé hefur verið á birtingu Molanna að undanförnu. Skrifari brá sér af bæ og tölvan ,sem komin er talsvert til ára sinna, fór í hvíldarinnlögn. Er öll hressari, en endurnýjun verður vart umflúin öllu lengur!

 

STRÆTI HREINSUÐ UPP

Sveinn skrifaði (02.09.2016)

Sæll Eiður, rakst á frétt Netmogga um aðgerðir í Kristjaníu og geri athugasemdir við eitt og annað. Fyrst ber að nefna fyrirsögnina: ‘’Íbúar „hreinsa upp“ Pusher-stræti.”Varla er verið að fjarlægja strætið. Tölum við á Íslandi ekki um að hreinsa stræti og torg?

Því næst segir að fjarlægja eigi söluskála sem í strætinu stóðu „en þar fer kannabissala fram undir berum himni.“ Blaðamanni er greinilega ekki ljóst að starfsemi undir þaki fer ekki fram undir berum himni? Hann hefði hins vegar vel getað kallað kannabissöluna útimarkað, enda ber hún þess merki.

Einnig kemur fyrir eftirfarandi setning og er bréfritara fyrirmunað að skilja hvers vegna blaðamaður velur að nota í henni gæsalappir. ,,Talsmaður íbúa sagði í samtali við TV2 að Kristjaníubúar myndu gera tilraun til að „loka Pusherstræti“ og hefja aðgerðir í dag.”

Að lokum segir að í gangi sé „umræða um lög­leiðingu kannabis til að færa söluna úr höndum glæpamanna, en afglæpavæðing nýtur ekki nægj­anlegst stuðnings á þingi eins og er.“

Án þess að hnýta í stafsetningarvilluna þá er vert að benda – blaðamanni kannski – á að það er sitthvað að leiða í lög og afglæpavæða.
Frétt Netmogga:
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/09/02/ibuar_hreinsa_upp_pusher_straeti_2/

Í frétt mbl.is er vísað í heimildina sem er fréttaveita á ensku. Geta blaðamenn ekki lesið dönsku lengur?
http://www.thelocal.dk/20160902/christiania-residents-to-shut-down-pusher-street

Þakka bréfið Sveinn.  Það fer kannski að heyra til undantekninga hvað úr hverju, ef það er ekki svo nú þegar, að blaðamenn tali eða skrifi norðurlandamálin.
TIL LESENDA

Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com . Eða einkaskilaboð á fasbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>