«

»

Molar um málfar og miðla 2019

SAGNORÐ SKIPI VEGLEGAN SESS

Molavin skrifaði (15.09.2016): „Rangri nálgun hefur verið beitt á meðhöndlun streitu á vinnustöðum“ segir í frétt á ruv.is (15.9.2016). Það einkennir setningaskipan í enskri tungu að beita einkum nafnorðum. Íslenzka er hins vegar frásagnamál og hún verður því fegurri sem sagnorð skipa veglegri sess. Enska orðið „approach“ er mjög ríkjandi í bandarísku stofnanamáli enda hefur það iðulega frekar óljósa merkingu. Það á lítið sem ekkert erindi í íslenzku því hér er hægt að orða hlutina skýrar: „Streita hefur verið meðhöndluð ranglega á vinnustöðum,“ væri skýrari frásögn.” — Þakka bréfið Molavin. Sammála.

 

TÖLUR ÚR DRAUMI

Af mbl.is (14.09.2016) http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/14/dreymdi_tolurnar_fyrir_morgum_arum/

Í fréttinni segir um heppinn vinningshafa: ,, Eig­andi miðans hafði dreymt vinn­ingstöl­urn­ar fyr­ir mörg­um árum síðan og skrifað þær á leik­spjald.Eiganda miðans dreymdi vinningstölurnar.

 

AÐ GANGAST VIÐ

Úr frétt á mbl.is ( 19.09.2016):,, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra seg­ist meta mik­ils þær áskor­an­ir sem hann hef­ur fengið til for­manns­fram­boðs í Fram­sókn­ar­flokkn­um, gegn Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni nú­ver­andi for­manni. Hann vill þó ekki svara því að sinni hvort hann muni gang­ast við þeim.”

Samkvæmt málkennd Molaskrifara (og orðabókinni) þýðir að gangast við einhverju ,að játa eitthvað, meðganga eitthvað. Hér hefði því verið eðlilegra að segja að Sigurður Ingi vildi ekki svara því að sinni hvort hann ætlaði að taka þessum áskorunum eða verða við þessum áskorunum. Ekki gangast við þeim.

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/09/19/metur_mikils_askoranir_til_frambods/

 

 

 

 

HEIMSALA

Hvað er heimsala? Fyrisögn af mbl.is )19.09.2016): http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/19/hvetja_baendur_til_heimsolu/

Væntanlega er átt við það að bændur selji framleiðslu sína beint til neytenda.

 

HÚSNÆÐI

Húsnæði eru yfirfull, var sagt í kvöldfréttum Ríkisútvarps m ( 19. 09.2016). Húsnæði er eintölu orð. Ekki til í fleirtölu. Um það ætti að þurfa að hafa mörg orð. Þessi notkun á orðinu húsnæði heyrist því miður æ oftar. thttp://bin.arnastofnun.is/leit/?q=h%C3%BAsn%C3%A6%C3%B0i

Enginn les yfir. Ekki frekar er fyrri daginn.

 

AÐ BERA HÆST

Í Spegli Ríkisútvarps (19.09.2016) var sagt: ,, Þar ber hæst samingur Evrópusambandsins við ...”. Of algengt að, heyra þessa villu. Hefði átt að vera: ,Þar ber hæst samning Evrópusambandsins ….

 

 Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>