Enskuslettur gerast æ algengari í fjölmiðlum. Ástandið stefnir í að verða eins og þegar dönskuslettur óðu uppi um allt samfélagið og „fínt“ þótti að sletta dönsku. Jafnvel verra. Nú freistast maður til að halda að fólki þyki „fínt“ að sletta ensku
Frambjóðandi og ritari stjórnmálaflokks sagði í Silfri Egils á dögunum: „Jæja, whatever“
Blaðamaður Morgunblaðsins sagði og skrifaði og Moggi prentaði „Kom on, Geir“ í viðtali við forsætisráðherra lýðveldisins.
Skólastjóri grunnskóla sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarps í dag: „Fifty fifty , eins og maður segir á góðri íslensku“. Klykkti svo út með einu „ókey“.
Stundum er það svo, að þeir sem mest slá um sig með enskuslettum eru þeir sem minnst kunna í því ágæta tungumáli. Gott er að kunna bæði íslensku og ensku en ástæðulaust að blanda þessum málum saman.
Það þarf að sporna við þessum ófögnuði.
Átaks er þörf. – Tölum íslensku.
Skildu eftir svar