Það gæti ýmsum sýnst að við Íslendingar værum , – eigum við að segja skemmtilega tvöfaldir í roðinu.
* Við teljum sjálfsagt, að okkur sé frjálst að kaupa og eiga sumarhús á Spáni eða í Flórída, en til skamms tíma höfum við ekki mátt til þess hugsa að útlendingar ættu sér svo mikið sem hálfan hektara lands.
* Við bönnum erlendum klámsíðuhöfundum að spjalla saman á Hótel Sögu og skoða landið okkur. Samtímis þessu er kynórabloggsíða langvinsælasta lesefnið á Moggabloggi.
* Við bönnum áfengisauglýsingar með lögum frá Alþingi. Leyfum þær samt með því skilyrði að orðinu „léttöl“ bregði fyrir á skjánum í svo sem sekúndu.
* Við teljum sjálfsagt,að útlendingar sem hingað flytjast, læri íslensku og taki upp alla okkar siði og venjur. Samtímis rómum við Vestur Íslendinga fyrir ást þeirra á íslenskunni og íslenskum siðum og venjum.
* Við teljum sjálfsagt að lög og reglur gildi um aðra, – en ekki alltaf um okkur sjálf. Þetta mun raunar þekkt fyrirbæri úr sálfræðinni!
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Pjetur Hafstein Lárusson skrifar:
15/05/2007 at 23:35 (UTC 1)
Er það ekki þetta, sem kallað er þjóðernisstefna?