«

»

Engar fréttir – góðar fréttir

Á tímum hryðjuverka og styrjalda eru það stórkostleg forréttindi að  búa í landi þar sem ekkert gerist. Ekkert, hvorki gott né vont.

 Þetta er það sem  ráða mátti af fréttum Ríkisútvarpsins í morgun, sunnudaginn 1.júlí.

Í  fjórum fréttatímum í morgun, klukkan  sjö, átta,níu og tíu  var engin innlend frétt. Ekki ein einasta. „Engar fréttir eru góðar fréttir „, eins og  þar stendur. Þetta er  auðvitað frábær þjónusta hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, en seint  verður íþróttadeild fullþakkað að skýra okkur  hlustendum frá  úrslitum tveggja  knattpyrnuleikja í Suður Ameríku  og flytja okkur fréttir af  tveimur  golfmótum, öðru í Bandaríkjunum hinu í Frakklandi. Þetta bjargar deginum, — hjá mér að minnsta kosti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>