«

»

Kastljósið dofnar

  Oft er Kastljós  RÚV  sjónvarps gott. Það var hinsvegar  með  endemum   dauft í kvöld. Lélegt. Samtal þeirra Ólínu Þorvarðardóttur  alþingismanns og Ólafs  Arnarsonar var  bætti ekki nokkrum sköpuðum hlut við   Icesave umræðuna.  Það komst eiginlega aldrei  af stað. Ólína var  fyrst kölluð þingkona og  svo  alþingismaður. Vona  að hún haldi  sig  við  síðarnefnda heitið.

  Seinni hluti  Kastljóssins þótti mér einstaklega lítið áhugaverður og vandséð hvaða  erindi þetta samtal átti í  sjónvarp. Naflasýning  og  fatafígúrugangur eiga  ekki heima  í alvörusjónvarpsþætti.  Þarna  báru umbúðirnar innihaldið ofurliði, –  ekki í fyrsta  skipti,sem það gerist. Búningur eins og  við  sáum í kvöld á kannski heima í skemmtiþætti,  en alls ekki í  fréttaskýringa-  eða  dægurmálaþætti.

 

 

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

     Einu var er  ofaukið í  annarri línu   fyrstu  málsgreinar. Biðst  velvirðingar á því.  Sé á  bloggsíðu Ólinu   Þorvarðardóttur, að  hún  er   alþingismaður. Hún  fær  hrós  fyrir  að  nota  ekki  orðskrípið þingkona  eða  alþingiskona,sem  Kvennalistinn  sálugi,illu heilli, innleiddi   á sínum   tíma.  Sú   orðasmíð   var á misskilningi  bygð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>