Með ummælum sínum um Evu Joly og þriggja mánaða töf við að koma gögnum milli embætta innan borgarmarkanna er það deginum ljósara að ríkissaksóknari hefur dæmt sig úr leik. Líklega er hann er ekki bara vanhæfur, heldur óhæfur. Þetta er að verða skrípaleikur hjá honum.Hann hlýtur að biðjast lausnar eftir það sem á undan er gengið og vegna fjölskyldubandanna sem hnýta hann við Exista.
![]() |
Valtýr vill ráða Evu Joly |
6 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Viðar Ingvason skrifar:
16/06/2009 at 20:59 (UTC 0)
Getur einhver þýtt fyrir mig ummæli vanhæfs dómsmálaráðherra í kvöldfréttum: „staða Valtýs er óbreitt“ Er hún virkilega að segja að Valtýr verði áfram í embætti ríkissaksóknara?
AceR skrifar:
13/06/2009 at 15:20 (UTC 0)
Tek undir þetta, með þessum ummælum sínum dæmdi hann sig úr leik.
Þetta mál er of mikilvægt… við höfum ekki efni á því að hafa svona „brandarakalla“ í starfi ríkissaksóknara þegar stærsta efnahagsrannsókn íslandssögunnar er í gangi.. sem þarf án efa stuðning frá þessu embætti.
Burt með Valtý!
HH skrifar:
13/06/2009 at 15:18 (UTC 0)
Eiður Guðnason þér er tíðrætt um að eitt og annað sé tortryggilegt eða ekki í lagi. Segðu okkur nú hvernig það var þegar þú varst skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni var engin kunningsskapur eða flokkspólitík sem kom að því máli ? Eru líkur á að þú hefðir verið gerður að sendiherra ef þú hefðir ekki ferið flokksbundinn krati ( samfylkingarmaður eins og það heitir víst núna að vera krati ) og krati á stól utanríkisráðherra ? Varst þ
ú hæfasti maðurinn til að fá starfið eða sá hæfasti til að gegna því ? Hvernig væri að þú skrifaðir eitthvað um mál sem þú þekkir til eins og um hvernig kauin og potið og prúttið ganga fyrir sig í utanríkisráðuneytinu ? Víð bíðum spennt Eiður krati.
Sigurður Viktor Úlfarsson skrifar:
13/06/2009 at 14:24 (UTC 0)
Ég hef verið mikill aðdáandi Valtýs, fannst hann standa sig vel t.d. í fangelsismálunum og var ánægður þegar hann var gerður að ríkissaksóknara. Með ummælunum undanfarna daga hefur hann hins vegar málað sig út í horn.
Það einfaldlega gengur ekki að starfandi ríkissaksóknari sé svona tengdur stærstu rannsókn Íslandssögunnar sem er í fullum gangi þó ekki nema vegna þess að það eiginlega gerir alla starfsmenn hans meira og minna vanhæfa líka.
Finnum eitthvað annað handa Valtý að gera. Þetta er öflugur maður en á röngum stað miðað við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.
Gísli Ingvarsson skrifar:
13/06/2009 at 13:22 (UTC 0)
Valtýr er ekki lengur trúverðugur. Hann verður að segja af sér. Það kann að vera persónulegur ósigur eins manns en hann er þvímiður léttvægur í þessu sambandi.
ASE skrifar:
13/06/2009 at 01:25 (UTC 0)
Þegar hagsmunir heillar þjóðar og eins manns (og kannski sonar) fara ekki saman, þá verður maðurinn að víkja en ekki þjóðin. Ekkert persónulegt en þannig er það bara, ekkert flóknara en það.
Svo ég er hætt að hvetja Valtýr Sigurðsson til að segja af sér, ég ætlast til þess að hann segi af sér. Ef ekki þá ætlast ég til að honum verði sagt upp, eða settur í „garðyrkjufrí“ (gardening leave eins og Bretinn kallar það).