Þeir sem fylgjast með sjónvarpsútsendingum frá Alþingi eru orðnir ýmsu vanir frá þingmönnum Framsóknarflokksins. Við höfum fengið að heyra blótsyrði og tal um blauta drauma ríkisstjórnarinnar, svo smekklegt sem slíkt orðbragð nú er. Í gær heyrðum við formann Framsóknarflokksins garga á þingheim úr ræðustóli þingsins. Það jaðraði við að hann væri ær.Hann gargaði raunar á okkur líka sem sátum heima í stofu. Í dag hrökklaðist formaðurinn úr ræðustóli, undan röggsemi forseta, þegar hann reyndi að misnota dagskrárliðinn Umræður um fundarstjórn forseta.
Kjósendur Framsóknarflokksins eru líklegar stoltir af sínum mönnum.
![]() |
Einleikur forseta á bjöllu |
4 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Gestur Guðjónsson skrifar:
16/06/2009 at 21:21 (UTC 0)
Ég veit ekki betur en að um það hafi þegar verið spurt
Viðar Ingvason skrifar:
16/06/2009 at 20:45 (UTC 0)
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið verkfæri forréttindahópa, svo sem löggiltra banka og kvótaræningja. Sigmundur Davíð vanvirðir Alþingi með skrípaleik. Hvers vegna ræðst hann ekki á ríkisstjórnina og krefur hana svara um skilyrðin sem Eva Joly setti varðandi glæparannsóknina? Því er auðsvarað: Það hentar ekki þeim aðilum sem hann vinnur fyrir.
Valur Kristinsson skrifar:
16/06/2009 at 18:24 (UTC 0)
Þingmenn Framsóknar hafa verið næstum allir upp til hópa. druslur og lyddur undanfarin ár.
Það virðist núna fyrst vera eitthvað líf í þessu nýja fólki hjá Framsókn, en þaðer ekki mikið vit í því sem þau segja.
Gestur Guðjónsson skrifar:
16/06/2009 at 18:01 (UTC 0)
Þetta er nú ekki mikið í samanburði við druslur og lyddur, skítlegt eðli og fleira sem fallið hefur úr munni þingmanna annarra flokka.
Menn eru helst óvanir því að þingmenn Framsóknar tali ekki af fullkominni háttvísi. Það er eðlilegt, en þegar svo hrikalega stór mál eru unnin af þvílíkri léttúð og fyrirlitningu fyrir lýðræðinu verður að fyrirgefa það.