Gífuryrði Þórs Saarisverða ákaflega léttvæg þegar hann segist tvityngdur og kunna ensku til hlítar en hefur aldrei heyrt orðið subrogate. Þeir lögfræðingar íslenskir sem ekki þekkja það orð eru heldur illa að sér í ensku lagamáli. Það þarf ekki að leita dauðaleit í orðabókum til að komast að merkingu þessa tiltölulega algenga orðs í lagaensku. Nafnorðið subrogation : The substitution of one claim for another, especially the transfer of the right to receive payment of a debt to somebody other than the original creditor. – Að ein krafa komi í stað annarrar, sérstaklega það að flytja rétt til að taka við greiðslu skuldar til annars aðila en hins upprunalega lánardrottins eða skuldareiganda.
Gífuryrði Þingmannsins eru beint út í bláinn.
![]() |
Svavar fullkomlega vanhæfur |
Skildu eftir svar