Molavin benti á þetta (15.12.2012): ,,Í þættinum Orð um bækur verður tillt niður í leshring glæpasagna í Borgarbókasafninu…“ Þannig hefst orðrétt dagskrárkynning á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Einhver verður að lesa yfir það sem sett er á síðuna.”. Takk fyrir þetta Molavin. Það verður greinilega að bæta við starfsfólki í Efstaleitinu. Lesandi sendi þetta (13.12.2012): ,,Ruglið að …
Molar um málfar og miðla 1086
Molalesandi benti á eftirfarandi: ,,Í Viðskiptablaðinu 13.12.12 er flennistór fyrirsögn á forsíðu sem hrópar: Vill rukka á Gullfoss. Þetta er fyrirsögn á viðtali við framkvæmdastjóra Blá lónsins. Hvað þýðir þetta á íslensku?” Molaskrifari hefur ekki Viðskiptablaðið við hendina, en giskar á að framkvæmdastjóri Bláa lónsins vilji taka gjald af ferðamönnum koma austur að Gullfossi. Það …
Molar um málfar og miðla 1085
Tveir teknir þegar bruggverksmiðja var stöðvuð á Selfossi, segir í fyrirsögn á visir.is (12.12.2012). Á hvaða ferðalagi skyldi sú verksmiðja hafa verið? Einn umsjónarmanna morgunþáttar Rásar tvö talaði á miðvikudagsmorgni (12.12.2012) um disk sem hefði verið tekinn upp árið 1999 hér Rúv. Þetta er misskilningur. Diskurinn var tekinn upp í Ríkisútvarpinu árið 1999. Þá …
Molar um málfar og miðla 1084
Úr Víðsjá Ríkisútvarpsins (10.12.2012): … taldi sig eiga kröfu til þriggja verðlauna. Hér hefði verið betra að segja: … taldi sig eiga kröfu til þrennra verðlauna. Þetta svo sem verið nefnt hér áður. Oft. Fréttir af fólki sem málar pony-hesta, segir á Smartlandi á mbl.is (11.12.2012). Ný dýrategund hefur verið uppgötvuð á Smartlandi, pony-hestar. …
Fjögurra akreina friðlýsing Gálgahrauns
Þessi grein mín birtist í Morgunblaðinu í dag , 12.12.2012: Fjögurra akreina friðlýsing Gálgahrauns ,,Víst er Gálgahraunið friðlýst”, er fyrirsögn á grein eftir formann bæjarráðs Garðabæjar, Erling Ásgeirsson í Morgunblaðinu 5. desember síðastliðinn. Við þetta má bæta: Gálgahraun er svo rækilega friðlýst að meirihluti bæjarstjórnar Garðabæjar ráðgerir að leggja fjögurra akreina hraðbraut eftir hrauninu endilöngu …
Molar um málfar og miðla 1083
Úr frétt á mbl.is (09.12.2012): Ekki liggur fyrir hvort eftirmálar verða af þessu athæfi mannsins. Hér er ruglað saman orðunum eftirmál og eftirmáli. Eftirmáli er sérstakur kafli í lok bókar, stundum skýring eða skilaboð frá höfundi. Eftirmál eru hinsvegar eftirköst, afleiðingar eða rekistefna. – Engin eftirmál urðu af stórorðum fullyrðingum höfundar í eftirmála bókarinnar. Í …
Molar um málfar og miðla 1082
Fréttamenn eiga að nefna fólk fullu nafni þegar það kemur við sögu í fréttum. Ekki segja Eygló Harðar eins og gert var í hádegisfréttum á laugardegi (08.12.2012) heldur Eygló Harðardóttir. Í sama fréttatíma var sagt frá umræðum á Alþingi og sagt að ráðherra hefði mælt með frumvarpi. Ráðherra mælti fyrir frumvarpi við fyrstu umræðu þess …
Molar um málfar og miðla 1081
Prófaðu nýja skeggsnyrtirinn frá Babyliss, segir í auglýsingu í Ríkissjónvarpinu (07.12.2012). Molaskrifari hlustaði tvisvar til að vera viss um að hafa heyrt rétt. Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins tekur greinilega við öllu, gagnrýnilaust, sem að henni er rétt. Meira um auglýsingar: Í heilsíðu auglýsingu frá N1, olíufélaginu í Fréttablaðinu (07.12.2012) segir: … þegar verslað er eldsneyti. Þar ætti …
Molar um málfar og miðla 1080
Molavin sendi eftirfarandi hugleiðingu (06.12.2012) og ekki að tilefnislausu: ,,Í fréttaþurrð verða opinberar skýrslur oft tilefni frétta, því teygja má og toga tölur í það óendanlega. Neyzlukönnun Hagstofunnar er hrein jólagjöf á fréttastofur landsins; stútfull af tölum um lifnaðarhætti fólksins í landinu. Gagnlegt væri hinsvegar ef fréttafólk setti þurrar tölur og stofnanaorðalag úr skýrslum yfir …
Molar um málfar og miðla 1079
Af mbl.is (05.12.2012) Hundruð er enn saknað en björgunarsveitir hafa ekki enn komist á svæði sem verst urðu vegna flóða og aurskriða. Hér ætti að standa: Hundruða er enn saknað … sem verst urðu úti vegna flóða og aurskriða. Molalesandi vakti athygli á því að á visir.is hefði verið sagt í fyrirsögn (05.12.202) að stúlka …


