Molar um málfar og miðla 1078

Af mbl.is (04.12.2012): Ný tæknivædd móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir opnaði í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 í gær. Þess er ekki getið í fréttinni hvað móttökustöðin opnaði. Líkast til opnaði hún ekki neitt. Stöðin var opnuð. Mér langar að spyrja … sagði einn af þingmönnum Framsóknarflokks í umræðum á Alþingi (04,12,2012). Það var ekki Vigdís Hauksdóttir, svo …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1077

Af mbl.is (03.12.2012): Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, dvaldi í tvo daga á sjúkrahúsi í Nýju-Delhi á Indlandi í haust, þar sem hún gætti að tveimur kornabörnum. Hér hefði að mati Molaskrifara verið eðlilegra að segja: … þar sem hún gætti tveggja kornabarna.   Betra hefði verið að segja dvaldist en dvaldi. Sjónvarpsstjóri ÍNN, Ingvi Hrafn Jónsson varð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1076

Um nýliðna helgi horfði Molaskrifari á Viðtalið þar sem Bogi Ágústsson ræddi við Göran Person (Ríkissjónvarpið 29.11.202). Gott að geta sótt efni í Sarpinn. Þetta var öndvegisviðtal. Vonandi hafa allir alþingismenn horft á þennan þátt. En líklega er borin von að þeir sem mest þyrftu á að halda dragi nokkurn lærdóm af orðum Görans Persons. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1075

Fyrirsögn á visir.is (30.11.2012): Útvarpsþættinum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi. Hvernig er hægt að víka útvarpsþætti úr starfi. Eru útvarpsþættir ráðnir til starfa ? Í fréttinni kemur fram að umsjónarmönum þáttarins hefur tímabundið verið vikið úr starfi. Það fór algjörlega framhjá fréttastofu Ríkissjónvarpsins að á laugardaginn (01.12.2012) var fullveldisdagurinn fyrsti desember. Fréttastofa Stöðvar tvö sýndi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1074

Molaskrifari heyrði nýtt stöðuheiti í seinni fréttum Ríkissjónvarps (29.11.2012) Þar væri rætt við yfirmann á loðnuskipi sem var titlaður aðstoðarskipstjóri. Nýtt í eyrum Molaskrifara, sem hélt að venjan hefði verið sú að sá sem næstur gengi skipstjóra vær fyrsti stýrimaður. Á stórum skipum er stundum talað um yfirstýrimann og er það líklega fengið úr norsku …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1073

Dyggur lesandi Molanna skrifar eftirfarandi: ,,Ég verð að viðurkenna að ég kann ekki að meta hvernig ritari eftirfarandi texta notar orðið húsnæði. Hér er nefnilega ekki um að ræða klaufavillu eða misritun af neinu tagi, jafnvel ekki aulafyndni, heldur allt annan málskilning og aðra málbeitingu en ég hef vanist frá því ég fyrst fór að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1072

Í gamla daga fengum við ekki að sjá amerískar bíómyndir fyrr en tveimur, þremur árum, stundum líklega fjórum eftir að þær voru frumsýndar vestra og í Evrópu. Árni Samúelsson breytti því. Fyrir það á hann heiður skilinn. Nú getum við horft á nýjar bíómyndir nánast um leið og þær eru frumsýndar vestra..Ríkissjónvarpið sýnir hinsvegar stundum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1071

1071 Knattspyrnuáhugamaður sendi eftirfarandi: ,,Ofnotkun og kolvitlaus notkun íþróttafréttaritara á orðinu,,sannfærandi“ heldur áfram og er löngu orðin þeim til mesta vansa. Dæmi nú úr Vísi: 25. nóvember 2012 21:00 Lindegaard: Liðið þarf að fá mark á sig til að vakna Markmaður Manchester United, Anders Lindegaard, segir í viðtölum í Englandi að hann hafi áhyggjur af …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1070

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti í Ríkisútvarpinu (24.11.2012): Kjörstaðir opna klukkan … Kjörstaðir loka klukkan…. Kjörstaðir opna ekki neitt. Kjörstaðir loka ekki neinu. Fréttastofa Ríkisútvarpsins er alveg búin að ná þessu. Málfarsráðunautur hefur greinilega látið til sín taka. Gott. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að átta sig á þessu. Ekki ennþá. Og auglýsingaskrifstofa Ríkisútvarpsins alls ekki. Fréttamenn eiga ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1069

Æ oftar heyrist sagt í fréttum að koma á móts við, þegar Molaskrifara þætti eðlilegra að tala um að koma til móts við, stíga skref til samkomulags eða málamiðlunar. Hann kom til móts við mig og borgaði helming kostnaðar. Á móts við er í huga Molaskrifara frekar notað um staðsetningu. Til dæmis: Á Hafnarfjarðarveginum á …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts