Molar um málfar og miðla 1068

Fyrrum áhafnameðlimir Óðins sitja og spjalla í Óðinskaffi í Varðskipinu í gær, segir í fésbókarfærslu (22.11.2012) frá Víkinni , sjóminjasafni. Hér er átt við fyrrum skipverja. Stundum er talað um áhafnarmeðlimi, sem er hálfgert orðskrípi, en aldrei er hinsvegar talað um áhafnameðlimi. … þá er lækkað í masterhitanum, sagði umsjónarmaður Virkra morgna á Rás tvö …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1067

Í fréttum Stöðvar tvö (21.11.2012) var sagt frá eldsvoða í húsi þar sem var fiskvinnsla. Fréttamaður sagði …. fer fram þurrkun á fisk. Hér hefði átt að tala um þurrkun á fiski. Í sama fréttatíma var fjallað um fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs og sagt frá starfshópi sem reyndi að finna lausn á vandanum. Tillögur hans yrði væntanlega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1066

Dómnefndin í þætti Ríkissjónvarpsins, Dans, dans, dans fær verðskuldaða ádrepu fyrir endalausar enskuslettur frá Orra Páli Ormarssyni í pistli í Morgunblaðinu (20.11.2012).Fyrirsögnin er líklega dæmigerð úr þættinum: Attitjúd í slómósjón. Orri Páll spyr, og ekki að ástæðulausu, hvort ekki hafi verið hægt að fá Íslendinga til dómgæslu í þættinum. Dómgreindarleysið hjá yfirstjórninni í Efstaleiti er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1065

Molavinur, sem ekki vill láta nafns síns getið skrifar: ,, Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins í dag, 18. nóvember, sagði Björn Malmquist fréttamaður að deilt hefði verið um kjörgengi manna í flokksvali Samfylkingarinnar laugardaginn 17. nóvember. Deilan stóð ekki um þetta heldur kosningarétt 350 félagsmanna í Rósinni. Það er sérkennilegt og í raun undarlegt og alvarlegt ef …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1064

Í fréttum Stöðvar tvö (16.11.2012) var sagt frá manni sem hafði verið handtekinn á Leifsstöð, – flugstöðinni í Keflavík. Molaskrifari er á því að fremur hefði átt að segja að maðurinn hefði verið handtekinn í Leifsstöð. Kristján Sigurjónsson á fréttastofu Ríkisútvarpsins fær hrós fyrir að tala um fern samtök og tvenn samtök í morgunfréttum útvarpsins …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1063

Enn einu sinni fengu hlustendur að heyra amböguna: Kjörstöðum lokaði klukkan átján. Þetta var í kvöldfréttum Ríkisútvarps á laugardagskvöld (17.11.2012). Það má ekki dragast lengur að Ríkisútvarpið ráði málfarsráðunaut. Kjörstöðum var lokað klukkan átján. Þeim lokaði ekki. – Tveir hlustendur hringdu til Molaskrifara eftir að hafa hlustað á þetta í sjálfu Ríkisútvarpinu. Hér er gott …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1062

Það var verðskuldað og viðeigandi að veita Hannesi Péturssyni viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Sagt var frá verðlaununum í fréttum Ríkissjónvarps, en hvorki í fréttum Stöðvar tvö né í sex fréttum útvarpsins. Hannes er okkar höfuðskáld, einna mestur orðsins snillingur þeirra sem nú eru á dögum. Og þessu til viðbótar skrifar hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1061

Til hamingju með dag íslenskrar tungu,16. nóvember, ágætu Molalesendur, en höfum jafnan hugfast að allir dagar eru dagar íslenskrar tungu. Björn Gunnlaugsson vísar á þennan tengil í tilefni dagsins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7226 Og segir: ,,Sæll Eiður, mig langar að vekja athygli þína á hlekk sem finna á á vef menntamálaráðuneytisins, þar sem sagt er frá ýmiskonar dagskrá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1060

Molavin sendi þetta (12.11.2012): http://www.dv.is/frettir/2012/11/10/greina-alzheimers-med-aratuga-fyrirvara/ Í þessari grein stendur:,,Í sumum svæðum heilans þurfa hátt í 20% heilasella að ónýtast áður en einkennin koma fram.“ Ég hef aldrei heyrt þetta orðasamband áður. Að ónýtast? Ólafur Kjaran virðist hafa misstigið sig þarna. Molaskrifari þykist nú reyndar hafa heyrt þetta áður og er ekki viss um að skrifarinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1059

Þórhallur Birgir Jósepsson (12.11.2012) skrifar: ,,Öðru hverju gerast mikil undur í málvenjum blaðamanna. Einhver orð eða orðatiltæki ryðja sér til rúms, án þess nokkur skynsamleg skýring sé á. Dæmi um það er einstaklingurinn. Nú er hann að verða allsráðandi í frásögnum eins og hér af vef Viðskiptablaðsins: „Tveir aðrir einstaklingar hafa gefið kost á sér …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts