Molar um málfar og miðla 1058

Þeim vantar græna orku, sagði sveitarstjóri fyrir norðan , sem vill fá gagnaver í sína sveit. Ummælin féllu í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarps (10.11.12) Er orrustan töpuð? – þá hefur verið mjög rík krafa í samfélaginu undanfarin ár um beinara lýðræði og persónukjör, skrifar bloggari. (10.11.12) Hann á við beinna lýðræði. Ekki beinara. Lögreglu höfuðborgarsvæðisins …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1057

Í seinni fréttum sjónvarps (08.11.2012) var sagt frá báti sem fékk á sig brotsjó undan Vestfjörðum. Sagt var að báturinn hefði komið til hafnar í Bolungarvík með skipverjana tvo heilu og höldnu. Hér hefði ef til vill átt betur við að segja með skipverjana tvo heila á húfi. Neyslugrannur fyrir sportjeppa, segir í bíladómi í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1056

Helgi Haraldsson prófessor emeritus í Osló sendi Molum nokkrar línur (08.11.2012)og segir þar meðal annars: ,,Ég hef minnst á Stóru orðabókina um íslenska málnotkun. Ósköp væri það menningarlegt framtak hjá fjölmiðlum, s.s. RÚV, að hafa þátt um það starf sem unnið er á Orðabók Háskólans og vefbækur Snöru (http://snara.is/8/s9.aspx). Líklega er alltof fáum ljóst hve …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1055

Lesandi sendi þetta (076.11.2012): ,,Ég er áhugamaður um íþróttir en afskaplega er þreytandi á stundum að lesa íþróttafréttir, sérstaklega á vefmiðlunum þar sem varla finnst skrifandi blaðamaður. Sjáðu til dæmis þetta: „Hákarlinn heitir í höfuðið á athæfi Mario Balotelli framherja Manchester City.“ Einmitt það já. Ég þakka fyrir að vera skírður í höfuðið á afa …

Lesa meira »

Forsetar og fleira

Það er með ólíkindum að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson skuli koma í sjónvarpsfréttir og segja að það sé betra fyrir samskipti Íslands og Bandaríkjanna að Obama skuli hafa verið kjörinn forseti frekar en Mitt Romney. Ólafur Ragnar er ekki talsmaður þjóðarinnar í utanríkismálum. Það er utanríkisráðherrann, samkvæmt okkar stjórnskipan. Utanríkisráðherrann heitir Össur Skarphéðinsson. Hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1054

Molalesandi sendi eftirfarandi (04.11.2012): ,,Apple býður nú litla spjaldtölvu sem sagt er frá á mbl.is Í texta Árna Matthíassonar segir:,,Hann fer líka miklu betur í hendi, það er til að mynda hægt að halda á honum í einni hendi, sem er ekki hægt með hina græjuna, og fyrir vikið er hún frábær kostur sem lestölva, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1053

Þeir félagar Bogi og Ingólfur Bjarni og þeirra lið stóð sig með miklum ágætum í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarps vegna bandarísku forsetakosninganna aðfaranótt miðvikudagsins (07.11.2012). Hættu ekki fyrr en Obama hafði flutt sigurræðu sína sem lauk ekki fyrr en um sjö að morgni og höfðu þá verið að í eina átta tíma. Ingólfur Bjarni rak svo smiðshöggið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1052

Molalesandi sem óskar nafnleyndar þakkar Molaskrif og segir: ,,Nú starfa ég sjálfur við textagerð og er alltaf að reka mig á að orð eru ekki til á íslensku sem eru til á ensku. Líkast til má telja að enskan sé ríkasta tungumál veraldar, jafnan kallað hóra tungumálanna en hvað um það. Þegar fingur eru fettir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1051

Skemmtileg auglýsing í Garðapóstinum (01.11.2012). Frambjóðandi býður sig fram í fimmta sæti í heilsíðu litskrúðugri auglýsingu. En segir ekki á lista hvaða flokks hann sækist eftir sæti. Telur líkast til að lesendur Garðapósts þekki aðeins einn flokk. Það hefur greinilega harðnað á fréttadalnum þegar það er orðin frétt að kona fái bréf sem ætlað var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1050

Molalesandi skrifaði á fimmtudagskvöld (01.11.2012): ,,Ég sit hér og veit vart hvaðan stendur á mig vindurinn. Var að horfa á sjónvarpsþátt í Ríkissjónvarpinu um ,,galgenfogelinn“ sem hefur aðalatvinnu sína af því að stjórna innantómum morgunþáttum en sem aukagetu að láta mynda sjálfan sig í þáttum sjónvarpsins á besta tíma á kvöldin. Andri Freyr heitir maðurinn …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts