Lykilráð í fjármálum heimilanna er vond fyrirsögn á heimasíðu Íslandsbanka. Átt er við hollráð , góð ráð eða heillaráð. Á íslensku er ekkert til sem heitir lykilráð. Hér er sennilega verið að hráþýða úr ensku eða hugsa á ensku, – key advice. Hinsvegar eru til lyklaráð,lyklavöld að hafa yfir lyklum að ráða. Orðskrípið ofurstormur kom …
Molar um málfar og miðla 1048
Molavin sendi þetta (30.10.2012): ,,Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að gera athugasemdir við fréttaskrif á síðunni visir.is. Í dag, 30. okt. segir svo í frétt um dóm yfir glæpamönnum: „Mennirnir drógu að sér allt að fimmtíu milljón krónum…“ Það heitir víst „að draga sér fé“ en ekki „að sér“ – og svo …
Molar um málfar og miðla 1047
Það er alltaf gaman þegar fréttatexti rís upp úr flatneskjunni eins á mbl.is ( 30.10.2012) í fréttum af ofsaveðri og flóðum á austurströnd Bandaríkjanna. Við landtöku rumdi sollinn sær og glymjandi hrannir gengu á land. Er þetta kannski tilvitnun í ljóð? Skemmtilegt tilbreyting. Gott hjá mbl.is. Af mbl.is (29.10.2012): Hinn flugfarþeginn var einnig færður á …
Molar um málfar og miðla 1046
Fyrir gamlan fréttamann er ótrúlegt að fylgjast með fréttum af veðurhamnum vestra. Geta vafrað milli nokkurra erlendra stöðva sem gera þessum náttúruhamförum skil. Fréttaöflunartæknin er ótrúleg. Ekki verður annað sagt en að fréttir CNN hafi borið af því sem var á boðstólum áskriftarpakka Molaskrifara. Langt er þó frá því að öll kurl séu komin til …
Molar um málfar og miðla 1045
Vinur Molanna sendi eftir eftirfarandi (26.10.2012): ,,Get ekki stillt mig um að benda þér á hörmulega málnotkun í tölvupósti frá Váflugi (WOW air) til viðskiptavina í gær. Þar sagði neðst í póstinum: Hvað er upp? Þessi póstur er sendur til xxx@xxxx.is af WOW air, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík, af því að á einhverjum tímapunkti gerðistu …
Molar um málfar og miðla 1044
Dálítið undarlegt orðalag var í fréttayfirliti Stöðvar tvö (25.10.2012). Þar var sagt: … eftir að dómari úrskurðaði hana forsjárlausa. Betra hefði verið að segja til dæmis, eftir að hún var svipt forsjá sonar síns með dómsúrskurði. … enda fleytir tækninni ört fram, sagði fréttamaður í fréttum Ríkissjónvarps (24.10.2012). ,,, enda fleygir tækninni ört fram, átti …
Molar um málfar og miðla 1043
Aðalsteinn sendi Molum eftirfarandi: ,,Hér er glefsa úr DV (http://www.dv.is/frettir/2012/10/21/her-eru-their-sjo-nyir-dyrlingar/) Pedro Calungsgod, filippeyskur táningur … var veginn með spjóti af þorpsbúum sem veittu því mótstöðu að hann myndi skýra börn þeirra til kristni. Mér fellur illa að menn eru að klessa þarna „mundi skíra …“ í stað „að hann skírði …“hann var … drepinn af …
Þú mátt hafa með þér kjöt, en …
Við Íslendingar búum í svolitlu sovéti. Svona reglugerðasovéti. Kynntist því aðeins á dögunum. Það var einkar fróðlegt. Í sumar var tilkynnt með lúðrablæstri að hér eftir mættu ferðamenn taka með sér til Íslands dálitið af hráu kjöti til eigin nota, frosið ( Sjá t.d. Fréttablaðið 11. júlí 2012,Fyrirsögn: ,,Koma má með hrátt kjöt ef það …
Molar um málfar og miðla 1042
Molaskrifari þakkar Helga Haraldssyni , prófessor emeritus í Osló, góða hugleiðingu sem hér fer á eftir: ,,Sæll enn og aftur Eiður, og þökk fyrir birtinguna á „gegnum tíðina“ o.fl. í Molum þínum. Mig langar að endingu til að koma með enn eina hugleiðingu í svipuðum dúr: Til að byrja með: “Sá sem segir til að …
Molar um málfar og miðla 1041
Molum barst nýlega eftirfarandi bréf: ,,Ég hef lengi lesið pistlana þína um málfar og kann þér þakkir fyrir, góð áminning um vandað málfar. Mig langaði að senda þér póst um frétt sem birtist á www.ruv.is í gær (21/10) klukkan 23:25. Hún fjallaði um kosningaúrslit úr kjördæminu Reykjavík norður. Ég hef þrjár athugasemdir sem mig langaði …