Í auglýsingu frá Umhverfisstjóra Garðabæjar í Garðapóstinum (18.10.2012) segir: … og þaðan í Selgjánna sem er stórmerkilegur minjastaður. Þarna ætti að standa: … og þaðan í Selgjána, ekki Selgjánna. Í sömu auglýsingu er talað um að gangan geti tekið um það bil 1,5 klukkustund. Óeðlilegt er að nota tugakerfið þegar talað er um tíma. Þarna …
Molar um málfar og miðla 1039 – leiðrétt
Það var augljóst um leið og atkvæðaseðillinn í skoðanakönnuninni um helgina sá dagsins ljós að ekki yrði um eiginlega kosningavöku í fjölmiðlum að ræða. Á Rás tvö voru um nóttina fluttar talningarfréttir í fréttatímum á klukkutíma fresti. Nú var allt í einu hægt að segja fréttir bæði klukkan þrjú og klukkan fjögur á nóttinni. Þetta …
Molar um málfar og miðla 1038
Prófessor emerítus, Helgi Haraldsson í Osló, fær þakkir fyrir þessa hugleiðingu: ,,Til gamans þessi þankabrot: „gegnum tíðina“ Skelfing finnst mér þetta lágkúrulegt orðatiltæki! Þessu verður ekki útrýmt héðan af, látum svo vera. Hitt er verra, að „gegnum tíðina“ virðist hafa bolað burt skörulegu málfari á borð við í tímans rás lengi vel um langan aldur …
Þyngstu rökin
Þyngstu og veigamestu röksemdirnar sem ég hef séð fyrir því réttlætanlegt sé að valda óafturkræfum skemmdum á hraundjásninu Garðahrauni/Gálgahrauni með allsendis óþarfri vegarlagningu er að finna í Morgunblaðinu í dag ( 19.10.2012). Þar segir í aðsendri grein: ,,Það er nú einu sinni svo að útsýnis um okkar fagra land njóta flest okkar oftast út um …
Molar um málfar og miðla 1037
Fyrrum heimili Sævars Karls til sölu, segir í fyrirsögn á svokölluðu Smartlandi á mbl.is sem betur er þekkt fyrir annað en vandað málfar. Hér er ekki átt við að verið sé að selja heimili heldur hús. Eitt er hús. Annað er heimili. Tvö dæmi úr heldur klaufalega þýddri frétt á mbl.is (17.10.2012). Þar segir að …
Molar um málfar og miðla 1036
Molalesandi sendi þetta fyrir fáeinum dögum: ,,Ég mæli með að þú lesir greinina um „Bakarí heimsborgarans“ á bls. 6 í Landi og sögu, fylgiriti Morgunblaðsins í gær (laugardag 13.10.2012). Aldrei áður hef ég séð jafn illa skrifaða grein í Morgunblaðinu,” Molaskrifari skoðaði umrædda grein, sem er hreinræktuð auglýsing- ekki blaðagrein, – tekstreklame, eins og Danir …
Molar um málfar og miðla 1035
Prófessor emeritus, Helgi Haraldsson, í Osló sendi Molum þetta ágæta bréf: ,, ,,Sumir stjórnmálamenn eru konur og sumar konur eru stjórnmálamenn“. Það er hverju orði sannara, að ,,konur eru líka menn“. Þannig hefur íslensk tunga litið á frá upphafi. Dæmi: Grettla 1034: Þá sáu þeir ríða þrjá menn neðan eftir dalnum. Var einn í litklæðum. …
Molar um málfar og miðla 1034
Tekjuhlið bænda farin þetta árið, segir í fyrirsögn á mbl.is (13.10.201). Betra hefði að mati Molaskrifarað segja til dæmis: Tekjutap hjá bændum …., eða taprekstur hjá bændum ….. Bústaðarvegur er nýtt götunafn í Reykjavík á mbl.is (13.10.2012). Bústaðavegur er í Reykjavík og heitir eftir bænum Bústöðum þar sem búið var forðum tíð. Webber tók ráspólinn, …
Molar um málfar og miðla 1033
Þeir sem fylgjast með erlendum sjónvarpsstöðvum vita að norrænar og breskar stöðvar sýna í viku hverri fréttaskýringaþætti um erlend málefni. Þessar myndir eru ýmist um þróun mála í Evrópu eða í fjarlægari heimshlutum. Þessar stöðvar sýna líka heimildamyndir um samtímasögu og sögu liðinnar aldar og liðinna alda. Hversvegna sýnir íslenska Ríkissjónvarpið nær aldrei efni …
Molar um málfar og miðla 1032
Glöggur Molalesandi bendir á frétt (10.10.2012) á pressan.is http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Erlent/selur-drap-hund og segir: ,,Mér þykja fréttir á Pressunni oftar en ekki klaufalega skrifaðar, einkum þýddar fréttir. Reyndar hefði ég ekki nennt að agnúast út í þessa frétt nema fyrir það orðalag að hundurinn hafi látist. · Hundurinn „lést“.· Eru veiðihundar gæludýr?· „Samkvæmt manninum …“· „… dró hann …