Hagur heimilanna vænkaðist í fyrra sé að marka nýjar tölur Hagstofunnar, sagði fréttamaður Ríkisútvarpsins (09.10.2012). Það er auðvitað alveg rétt hjá Ríkisútvarpinu að slá varnagla varðandi tölur sem koma frá Hagstofunni. Það er alls ekki víst að sé neitt að marka þær. Ef til vill væri rétt að leggja Hagstofuna niður. Rétt er að taka …
Molar um málfar og miðla 1030
Helgi Haraldsson prófessor emeritus í Osló sendi Molum eftirfarandi undir fyrirsögninni: Til gamans(?) Undarleg notkun viðtengingarháttar hefur færst í vöxt á seinni tímum. Hér eru nokkur sýnishorn: Óskað eftir ofsóknum í Ríkisútvarpinu: Kristnir sæti ofsóknum í Ísrael: http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel Erlent | mbl | 24.5.2012 | 16:57. Hvatt til heimtufrekju: Norskir ríkisstarfsmenn geri of miklar kröfur Mbl. …
Grímsstaðaglýjan er villuljós
Erindreki og forstjóri fyrirtækja kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi, Halldór Jóhannsson flutti erindi í Háskóla Íslands 8. október. Erindið nefndi hann: „Tilraun kínversks einkafyrirtækis til að fjárfesta á Íslandi“. Hafi undirritaður haft efasemdir um áform Huangs Nubos þá minnkuðu þær ekki við að hlusta á erindi Halldórs um vinnuveitanda sinn og yfirmann. Að fyrirlestrinum …
Molar um málfar og miðla 1029
Af dv.is (06.10.2012) Á fundinum verður kosið um nýja forystu flokksins nýja sem komið var á stofn af hálfu Lilju sjálfrar sem þó hefur ekki áhuga að leiða hann áfram. Það verður ekki kosið um nýja forystu. Það verður kosin ný forysta. Svo er svolítið einkennilegt að tala um að flokknum hafi verið komið á …
Molar um málfar og miðla 1028
Þetta sendi Molavin (05.10.2012) :,,Að mati Umhverfisstofnunar er ekki um að ræða hættu fyrir fólk vegna aukið magn flúors í grasi…“ segir í upphafi fréttar Morgunblaðsins á Netinu 5. október. Ekki er ég í vafa um að blaðamenn Morgunblaðsins kunni að rita orðin ,,aukið magn“ í eignarfalli, svo þessa villu verður að skrifa á kostnað …
Molar um málfar og miðla 1027
Helgi Haraldsson sendi eftirfarandi (04.10.2012): ,,Í gær var þessa hörmung að sjá í Vísi: http://www.visir.is/dottir-michaels-jacksons-staelar-miley-/article/2012121009695 Stælar?? Er vesalings blaðamaðurinn að reyna að beygja sögnina stæla = herma eftir? Auk þess eru enskusletturnar í þessu skrifi með endemum. – Kannski er þýðimgarlaust að elta ólar við málfarslegt alnæmi á þessu stigi?” . Molaskrifari þakkar Helga sendinguna. …
Tvöfeldni bæjarstjórnar – tvöfaldur bæjarstjóri
Bæjarstjórn Garðabæjar er einbeitt í þeim ásetningi sínum að eyðileggja hluta Garðahrauns/ Gálgahrauns með allsendis óþarfri vegarlagningu. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir bæjarstjórnarinnar munu valda skaða sem aldrei verður hægt að bæta. Eyðilagt eldhraun er ekki hægt að byggja upp að nýju. En hér er brotaviljinn svo einbeittur að lög eru teygð og toguð til hins ítrasta. …
Molar um málfar og miðla 1026
Í kynningu á efni Kastljóss (02.10.2012) var sagt: Ríkisendurskoðun vann að annarri skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins en þá sem Kastljós hefur fjallað um… Þetta hefði mátt orða betur . Hér hefði farið betur á að segja: Ríkisendurskoðun vann að annarri skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins en þeirri sem Kastljós hefur fjallað um …
Molar um málfar og miðla 1025
Molavin sendi þetta (02.10.2012): ,,Úr tveimur fyrirsögnum á visir.is í dag, 2. október: ,,Hátt í 40 látnir eftir ferjuslys“ og ,,…lést eftir skotbardaga við lögreglu.“ Það hefur færzt í vöxt í fjölmiðlum að talað sé um að fólk látist EFTIR slys þegar augljóst má vera að það er einmitt Í slysi, sem það gerist. Vaxandi …
Molar um málfar og miðla 1024
Hversvegna þarf að notast við orð eins og rafmagnsbatterí í fréttum Ríkisútvarpsins (01.10.2012) þegar við eigum í málinu öndvegisorð eins og rafhlaða og rafgeymir? Það hefur áreiðanlega stungið fleiri en Molaskrifara í eyrun þegar í fjögur fréttum Ríkisútvarps (01.10.2012) var sagt: Undirbúningur og framkvæmd Orkuveitu við niðurdælingu á vatni frá Hellisheiðarvirkjun var ábótavant. Undirbúningi var …