Þyngstu og veigamestu röksemdirnar sem ég hef séð fyrir því réttlætanlegt sé að valda óafturkræfum skemmdum á hraundjásninu Garðahrauni/Gálgahrauni með allsendis óþarfri vegarlagningu er að finna í Morgunblaðinu í dag ( 19.10.2012).
Þar segir í aðsendri grein: ,,Það er nú einu sinni svo að útsýnis um okkar fagra land njóta flest okkar oftast út um bílglugga, sagt með fullri virðingu fyrir göngugörpum og reiðmönnum. …. Ég er viss um að fyrrnefnd færsla Álftanesvegar mundi auka ,,útsýnisgildi” hans verulega. Með Gálgahraunið á aðra hönd verður hægt að benda þjóðhöfðingjum og öðrum fínum mönnum sem fara að heimsækja forsetann á hraunið og rifja upp að þegar kóngurinn ríkti hér var skikk á hlutunum og sakamenn hengdir í hengdir í Gálgaklettum”.
Það er verkfræðingur sem skrifar og þetta virðist fúlasta alvara. Það vantar bara að lagt sé til að byrjað verði á ný að hengja sakamenn í Gálgaklettum ( þá þyrfti Ögmundur kannski ekki nýtt fangelsi á Hólmsheiði). Forseti gæti þá boðið gestum sínum að setjast með sjónauka og sjerríglas við austurglugga í Bessastaðastofu og fylgjast með framgangi réttvísinnar í Gálgahrauni.
Skildu eftir svar