Auk þess sem samsetning sjúklinganna hafi breyst, var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (20.09.2012). Betra hefði verið að segja: Auk þess sem sjúklingahópurinn hafi breyst. Það var gaman að hlusta á þá Árna Pál og Illuga í Silfri Egils (23.09.2012) . Sögðu báðir margt af skynsemi. Illugi gaf ekkert út á ummæli formanns síns að slíta …
Molar um málfar og miðla 1014
Af mbl.is (19.09.2012): Björn Jónsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdarstjóri(!) hjá Ísfugli, en félagið var nýlega keypt af Jóni Magnúsi Jónssyni eiganda Reykjabúsins, sem er stærsti innlagnaraðili til Ísfugls. Hér gerir óþörf þolmynd merkinguna óljósa. Keypti Jón félagið eða keypti einhver félagið af Jóni? Eins og nær alltaf hefði germynd verið betri: …, en Jón …
Molar um málfar og miðla 1013
Molavin sendi eftirfarandi (18.09.2012): ,,Pressan segir okkur: „Októberfest á Íslandi var slaufað með stæl í nótt, en yfir 2000 gestir voru mættir í tjaldið sem sett var upp sérstaklega fyrir hátíðina.“ Síðan er upptalning á allri þeirri skemmtun, sem fram fór og var hún þó nokkur þrátt fyrir að hætt hafi verið við októberhátíðina, ef …
Molar um málfar og miðla 1012
Einar Kr. sendi Molum eftirfarandi bréf (16.09.2012): ,,Á mbl.is 16.9. er frétt með fyrirsögninni „Vaknaði ekki þrátt fyrir sáran barnsgrát“ og í fréttinni segir enn fremur að lögreglan hafi fengið tilkynningu um „mikinn barnsgrát“. Menn vakna ekki við mikinn grát heldur grátur. Menn minnast ekki grátsins heldur grátursins eða hins sára gráturs (ekki gráts). Orðið …
Molar um málfar og miðla 1011
Undir fyrirsögninni Fjólupabbi, sendi Guðmundur R. Jóhannsson eftirfarandi (15.09.2012): ,,Í sunnudagsmogganum 16.9. er opna þar sem eru myndir teknar af Þorvaldi Erni Kristmundssyni sem hefur gert það að eilífðarverkefni, eins og hann orðar það, að taka myndir af menningararfinum sem er óðum að hverfa. Ágætar myndir og textar með en mis ágætir. Þar er bóndi …
Molar um málfar og miðla 1010
Börn verða utanvelta, var sagt í upphafi kynningar á ágætu söfnunarátaki í Ríkissjónvarpi á föstudagskvöld (14.09.2012). Þetta orðalag var reyndar notað oftar en einu sinni, – ef til vill vegna áhrifa frá orðinu utangátta. Molaskrifari hallast að því að hér hefði átt að segja utanveltu ekki utanvelta. Gullkorn af Smartlandi mbl.is (13.09.2012): … og eins …
Molar um málfar og miðla 1009
Molavin sendi eftirfarandi (14.09.2012): Morgunblaðsfrétt 14.9.12 hefst á þessum orðum:,,Lömb, sem föst voru í snjó í Hamraheiði neðan og sunnan við Mælifellshnjúk í Skagafirði, voru étin lifandi af tófum. Lömbin gátu sig hvergi hreyft, tófan át af þeim andlitin og í einu tilfelli var lærið étið af lambi.“ Þarna voru lömb étin af tófum og …
Molar um málfar og miðla 1008
Margt var mjög vel gert í söfnunarþættinum í Ríkissjónvarpinu í gærkveldi (14.09.2012). Það er meira en að segja það að koma svona þætti saman. Ragnhildur Steinunn og Felix Bergsson héldu vel utan um þetta. Sama er að segja um hlut þeirra Helga Seljan og Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur. Landsmenn sýndu góðum málstað mikið örlæti og konurnar …
Molar um málfar og miðla 1007
Góðvinur Molanna vakti athygli Molaskrifara á auglýsingu frá Ferðamálastofu í kynningarblaði sem nefnt er Fólk og fylgdi Fréttablaðinu á þriðjudaginn (10.09.2012) Fyrirsögn auglýsingarinnar er: Styrkir til skipulags hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn. Hér vaknar fyrsta spurningin: Á að hanna áfangastaði? Í næstu setningu, undirfyrirsögn segir: Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum um styrki til skipulags á áfangastöðum fyrir …
Molar um málfar og miðla 1006
Dyggur Molalesandi , Einar Kr. sendi eftirfarandi sem á erindi til lesenda , – og ekki til síst fjölmiðlamanna:,, Ég rakst á athyglisverða bloggfærslu Sigurbjörns Sveinssonar læknis undir fyrirsögninni „Farið um Brattabrekku en ekki Bröttubrekku“ (http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1256907/), sem mér finnst rétt að vekja athygli á í heild sinni. Hann segir: „Þegar komið var af fjallinu á …