Molar um málfar og miðla 1005

„Ég hef zero tolerance fyrir svona kjaftæði Þorgerður Katrín,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er afar óhress með teboðslíkingu þingmannsins. Þetta er tilvísun í ummæli á pressan.is (10.09.2012). Hversvegna talar aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins ekki íslensku við Íslendinga? Íslendingar mæta Kýpverjum í fótbolta og Eistlendingar í körfubolta. Þetta var lesið í yfirliti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1004

Molavin sendi eftirfarandi (08.09.2012): ,,Á götustrákamál heima í fyrirsögnum dagblaða? Hér er fyrirsögn dv.is (8.9.2012): Fyrrverandi landsliðsmaður drullar yfir prófessor. Hvergi í þeirri athugasemd, sem er tilefni fréttarinnar er þetta orð notað.” :Þetta eru furðulega skrif. Réttnefni er götustrákamál eins og Molavin segir. Molalesandi sendi eftirfarandi (08.09.2012): ,,Veröld/Fólk | mbl | 8.9.2012 | 13:27 | …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1003

Kristín sendi eftirfarandi (06.09.2012): ,,Lengi vel hefur verið talað um hina landlægu þágufallssýki Íslendinga. Það sem mér finnst vera orðið ansi áberandi er hins vegar nefnifallssýkin. Fólk virðist ekki lengur kunna að beygja nafnorðin móðir, dóttir, systir og bróðir. Þessi sýki virðist herja bæði á fólk með litla menntun sem og langskólagengið, þ.m.t. blaðamenn. Sérstaklega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1002

Molalesandi sendi eftirfarandi: ,,Þar sem ég les af og til pistla þína um mola og málfar datt mér í hug að senda þér tilvitnun í skondna fréttatilkynningu innanríkisráðuneytisins 4. þ.m. um að Fossvogskirkjugarður,fagni nú 80 ára afmæli sínu? Ég hefði ekki talið að kirkjugarður væri í stakk búinn til að fagna einu eða neinu, og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1001

Sérkennilega var að orði komist í Kastljósi á þriðjudagskvöld (04.09.2012) þegar sagt var að Gísli Kristjánsson væri staddur í Noregi. Molaskrifari veit ekki betur en Gísli Kristjánsson hafi átt heima í Noregi hátt í tuttugu ár, – ef ekki lengur. Í Kastljósi var skemmtilegt innslag um álftina einu á Arnarnesvoginum. Molaskrifari átti leið um gangstíginn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1000

Þessi Molaskrif urðu meiri að vöxtum en mig óraði fyrir. Það var aldrei ætlunin að þau færu í þúsund Mola. Engu að síður hefur það nú gerst og ekki lýgur tölfræðin, ekki í þessu tilviki ,alla vega. Í upphafi byrjaði þetta sem stopular athugasemdir við misfellur í málfari í fjölmiðlum jafnt á prenti sem á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 999

Í fréttum Stöðvar tvö (02.009.2012) var sagt frá þýskri skútu, skólaskipi, sem lá í Reykjavíkurhöfn. Skútan heitir Alexander von Humboldt. Þulur bar nafn skútunnar fram upp á ensku , Alexander von [hömmbolt] Það er rangt. Of oft heyrast þýsk nöfn í ljósvakamiðlum borin fram eins og þau væru ensk. Tvær ábendingar um auglýsingar: Það ætti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 998

Sunnudagsmoggi (02.09.2012) fær hrós fyrir frábærar myndir og frásögn þeirra Ragnars Axelssonar ljósmyndara og Haraldar Sigurðssonar jarðvísindamanns af ísbreiðum Grænlandsjökuls þar sem nú eru stórfljót og stöðuvötn en áður var þar ómælisvíðátta hjarnbreiðanna. Raunar er oft mjög áhugavert efni af ýmsu tagi í Sunnudagsmogga. Molaskrifara finnst það undarleg árátta hjá íþróttafréttamönnum að tala sífellt um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 997

Góðvinur Molaskrifara, Kjartan Jóhannsson sendi eftirfarandi sem Molaskrifari tekur heils hugar undir. Kjartan segir: ,,Ég varð hnugginn við að horfa á fréttir í báðum fréttatímum sjónvarpsstöðvanna í kvöld. Báðar stöðvar gátu þess í inngangsyfirliti frétta, meðal hins fyrsta, að íslenskur piltur hefði unnið til gullverðlauna í Ólympíukeppni fyrr í í dag, en síðan fór lítið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 996

Þágufallssýkin, sem svo er kölluð, lifir góðu lífi. Í fréttum Stöðvar tvö (29.08.2012) var sagt frá eiturlyfjasmygli: Tollvörðum grunaði … Tollverði grunaði. Al Jazeera sjónvarpasstöðin var með frétt (31.08.2012) http://www.aljazeera.com/news/europe/2012/08/2012831103418624811.html af málaferlum tveggja rússneskra auðjöfra, ólígarkanna Abramóvich og Berezovskys. Sá síðarnefndi hafði tapað fimm milljarða dollara skaðabótamáli gegn þeim fyrrnefnda. Ólígarkar eru þeir Rússar kallaðir …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts