Ætlar að halda sér á Íslandi í sumar, segir í fyrirsögn í Morgunblaðinu (24.07.2012), en þar segir manni sem ekki hyggst ferðast til útlanda í sumar. Máltilfinning Molaskrifara er sú að fyrirsögnin ætti að vera: Ætlar að halda sig á Íslandi í sumar. Ég ætla að halda mig heima í dag, ég ætla ekki að …
Molar um málfar og miðla 964
Óvenju margar misfellur voru á málfari í fréttum Stöðvar tvö á sunnudagskvöld (22.07.2012). Hér eru nokkur dæmi: Mjög litlar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta krabbamein. Betra: Þetta krabbamein hefur mjög lítið verið rannsakað. Aldrei hafa fleiri leitað hælis hér á landi og í sumar. Betra: Aldrei hafa fleiri leitað hælis hér á en í …
Allt er þegar þrennt er í Skálholti -Lögbrot við kirkjuvegginn
Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag, 24.07.2012. Allt er þegar þrennt er í Skálholti – Lögbrot við kirkjuvegginn Það þurfti þrjú bréf frá Ríkisendurskoðun til alþingismannsins Árna Johnsen til að fá þingmanninn til að fara að landslögum varðandi skil á bókhaldsgögnum frá svonefndu Þorláksbúðarfélagi. Félagið hefur staðið fyrir kofabyggingu við vegg dómkirkjunnar í Skálholti …
Molar um málfar og miðla 963
Í íslensku er áhersla jafnan á fyrsta atkvæði. Þetta mættu menn á Stöð tvö hafa í huga þegar Damaskus kemur við sögu í fréttum. Framburðurinn er ‘damaskus, ekki da’ maskus eins og sagt var í fréttum (21.07.2012). Það er enskur framburður að flytja áhersluna á annað atkvæði. Lesandi sendi eftirfarandi (22.07.2012)vegna fréttar á dv.is : …
Molar um málfar og miðla 962
Molavin vitnar í fyrirsögn á mbl..is (20.07.2012): Kallaði skotmann sturlaðan tíkarson. Hann segir síðan: ..Þetta er dæmi um það sem eitt sinn var kallað „hot-spring-river-this-book enska“ = hrá orðabókarþýðing. „Son of a bitch“ er blótsyrði á ensku en ekki á íslenzku. Hér eru til mörg orð sem lýsa andúð á manneskju, en *tíkarsonur* er ekki …
Molar um málfar og miðla 961
Það er ekki til fyrirmyndar þegar Morgunblaðið á bls. 2 (21.07.2012) birtir mynd af barni á þriðja ári sem situr á bryggjupolla við bryggjubrún með veiðistöng. Breytir þar engu þótt faðir barnsins hafi verið nærri. Hvað segir Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur, sem ötulast hefur barist fyrir auknu öryggi barna? Skelfilegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum um fjöldamorð …
Molar um málfar og miðla 960
Málglöggur lesandi sendi Molum eftirfarandi: ,,Eitt af því sem mér þykir reglulega sorglegt er hvernig farið er með viðtengingarhátt og hjálparsagnir Hér er skrautlegt dæmi úr netútgáfu DV í dag (20. júlí): Faðir Romylyn var skotinn til bana í Filippseyjum árið 2009. Hann vildi að Romylyn myndi verða áfram hjá móður sinni og bréf þess …
Molar um málfar og miðla 959
Athugull lesandi benti á frétt á mbl.is (19.07.2012) um að fleiri Danir giftist nú útlendingum. Fréttin er hér: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/07/19/fleiri_danir_giftast_utlendingum/. Hann segir síðan: ,,Ef fleiri Danir giftast útlendingum en öðrum Dönum, þá ættu tveir þriðju nýrra hjónabanda Dana að vera við útlendinga. Það eru tveir Danir um hvert innbyrðis hjónaband, en einn í hverju hjónabandi við …
Molar um málfar og miðla 958
Mikilvægt er í fréttum að farið sé rétt með mannanöfn, – eins og allt annað reyndar. Í morgunútvarpi Rásar tvö (19.07.2012) var rangt farið með nafn formanns Samtaka aldraðra. Hann var sagður Jónsson, en er Jónasson, Erling Garðar Jónasson. Ekki heyrði Molaskrifari að þessi missögn væri leiðrétt. Ríkisútvarpið er heldur tregt til leiðréttinga, á þó …
Molar um málfar og miðla 957
Í fréttum Ríkissjónvarps (16.07.2012) var rætt um fjölda farþega sem færu um Heathrow flugvöll við London. Talað var um farþega sem færu í gegn um Heathrow. Ekki er Molaskrifari sáttur við það orðalag. Eldur í trollveiðafærum, sagði í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (16.07.2012). Þarna var eldur í veiðarfærum. Kviknað hafði í botnvörpu, trolli. Það er …