Molar um málfar og miðla 891

Maður sem rætt var við á Bylgjunni ( 21.04.2012) talaði um að bera í barmafullan lækinn. Þetta virðist vera að breiðast út því nýlega vakti Molalesandi athygli á þessari afbökun. Þetta er í anda Bibbu á Brávallagötunni sem leikkonan ágæta Edda Björgvins gerði fræga á sínum tíma. Við tölum um að bera í bakkafullan lækinn, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 890

Í dag fékk þjóðin að sjá alveg nýja hlið á rómaðri íslenskri gestrisni. Íslenskir stóreignamenn , með forstjóra og fulltrúa Morgunblaðsins í broddi fylkingar bönnuðu forsætisráðherra Íslands og gesti forsætisráðherrans Wen Jiabao forsætisráðherra Kína að skoða Kerið í Grímsnesi. Forstjóra Morgunblaðsins og félögum hans er nefnilega illa við ríkisstjórn Íslands og ríkisstjórn Kína. Þessvegna máttu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 889

Hefur Ríkissjónvarpið sýnt okkur fréttaskýringaþætti um forsetakosningarnar í Frakklandi? Ekki minnist Molaskrifari þess. Fréttaskýringar af erlendum vettvangi og heimildamyndir eiga ekki upp á pallborðið hjá Ríkissjónvarpinu. Það er miður.    Skiljanlega hafa listamenn á Akureyri brugðist illa við kjánaskap forstöðumanna Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri þegar plastmál með varalit var keypt á 105 þúsund krónur. Það var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 888

Þau vinnubrögð fréttastofu Ríkisútvarpsins að skýra frá flugóhappi á Reykjavíkurflugvelli (18.04.2012) og tilgreina tegund flugvélarinnar, áður en vitað var hve margir voru um borð í flugvélinni eða hvort alvarleg slys hefðu orðið á fólki, orka mjög tvímælis, að ekki sé meira sagt. Það var ekki fyrr en í lok fréttatímans að fram kom að tveir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 887

Gaman var að horfa á vandaða samantekt Andrésar Indriðasonar um Sigfús Halldórsson í Ríkissjónvarpinu (15.05.2012). Lögin hans Sigfúsar eru perlur og hann gaf þjóðinni perlufesti, – langa. Molaskrifara þykir líklegt af því sem hann þekkir til að flestar eldri upptökurnar sem við sáum í þættinum séu úr þáttum sem öðlingurinn Tage Ammendrup sem starfaði hjá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 886

Molaskrifari hefur átt þess kost að heimsækja Norður-Kóreu tvisvar sinnum. Það var afar fróðlegt en engar voru það skemmtiferðir. Þessvegna m.a. hefur hann reynt að fylgjast með þróun mála þar í landi að undanförnu og lesið sér til um landið. Skrifari hefur að undanförnu velt því fyrir sér hvað væri hægt að metta marga munna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 885

Einar sendi Molum eftirfarandi: „Hér er undirfyrirsögn úr netútgáfu Viðskiptablaðsins 13.4.12: „Kostnaðarsöm tilraunir ráðamanna í Norður-Kóreu fóru út um þúfur í nótt. Henni var ætlað að tryggja ímynd leiðtoga landsins.“ Getur ruglingur á eintölu og fleirtölu orðið öllu verri? Rétt væri að segja annað hvort „kostnaðarsöm tilraun ráðamanna fór út um þúfur“ o.s.frv., eða „kostnaðarsamar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 884

Þorskárgangurinn frá því fyrra er sá feitasti og fjölmennasti .. var sagt í upphafi frétta Stöðvar tvö á fimmtudagskvöld (12.04.2012) . Það er nokkur nýlunda að gera þorskinn , þótt góður sé, mennskan með þessum hætti. Í fréttinni var hinsvegar réttilega talað um árgangurinn væri stór, en ekki að hann væri fjölmennur !   Fengu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 883

Í fréttum Stöðvar tvö (11.04.2012) var hvað, eftir annað talað um Ísland sem heitasta staðinn í Evrópu. Hvorki var átt við lofthita né jarðhita. Heldur að Ísland væri efst á vinsældalista ferðamanna. Fjölmiðlamönnum er að takast að troða þessari ensku hugsun inn í íslenskan málheim, að allt sem er vinsælt eða eftirsótt sé heitt. Íslensk …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 882

Fimmtán ára unglingar geta halað inn rétt rúmar tuttugu þúsund krónur í Vinnuskóla Reykjavíkur, sagði umsjónarmaður kvöldfrétta í sexfréttum Ríkisútvarpsins (10.04.2012). Varla það getur það verið í samræmi við málstefnu Ríkisútvarpsins að nota slanguryrðin að hala inn um það að vinna sér inn peninga. Þetta er ekki boðlegt málfar í fréttum Ríkisútvarpsins. Enn og aftur …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts