Molar um málfar og miðla 900

Það er umhugsunarefni hvort það er í í verkahring Ríkissjónvarpsins að kynna í hálfs annars klukkutíma áróðurs- og auglýsingaþætti þætti svokallaðar óhefðbundnar lækningar, (The Living Matrix: The Science of Healing, 02.05.2012) . Sumt af því sem þarna var boðið upp á mætti sjálfsagt kalla gervivísindi á jaðri sértrúar. Fullyrðingar um að C P, Cerebral parese, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 899

Eldur kom upp í útveggi í timburhúsi í Hafnarfirði um klukkan hálf þrjú í dag. Svo segir í frétt og fyrirsögn á mbl.is (28.04.2012). Þágufallsmynd orðsins veggur er vegg, ekki veggi að því Molaskrifari best veit. Eldur kom því upp í útvegg, ekki útveggi. Í Morgunblaðinu (28.04.2012) eru auglýstar töflur sem um er sagt: ,,Bætir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 898

Einar sendi Molum eftirfarandi hugleiðingu: „Í hinni neikvæðu umræðu hérlendis er oft bent á Eið Guðnason sem táknræna nöldurskjóðu um hrakandi málfar blaðamanna. En þessi barátta fyrir bættu málfari mætti vera mun öflugri, víðtækari og jákvæðari, bæði af hálfu fjölmiðlanna sjálfra, almennings og hins opinbera, og vera virk í öllum net- og ljósvakamiðlum. Margt gott …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 897

  Í Sunnudagsmogga (29.04.2012) Skrifar Gísli Sigurðsson í Tungutalkspistli að það sé ekki lengur vinsæl iðja að hlusta eftir málvillum í fjölmiðlum. Það má rétt vera, en samt eru þeir ótrúlega margir sem láta sig varða hvernig íslensk tunga er notuð í fjölmiðlum. Viðbrögð við Molaskrifum eru til marks um það. Víðar en hér á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 896

Úr mbl.is (27.04.2012): Söngkonan Björk hefur aflýst tveimur tónleikum til viðbótar í Buenos Aires í Argentínu vegna hnúðs á raddböndum. Börk aflýsti ekki tveimur tónleikum. Hún aflýsti tvennum tónleikum og vonandi nær hún skjótum bata. Við erum stödd á Stykkishólmi sagði fréttamaður Stöðvar tvö (26.04.2012) í upphafi þáttarins Ísland í dag. Málvenja er að segja …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 895

Hversvegna birtir auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins auglýsingar sem eru með jafn augljósum ritvillum og þessi sjónvarpsauglýsing (26.04.2012): Nú Fer Hver Að Verða Síðastur? Svarið er: Þeir sem stjórna auglýsingadeildinni fara ekki eftir þeim reglum sem gilda um birtingu auglýsinga í þessum fjölmiðli almennings. Molavin sendi eftirfarandi (25.04.2012): ,,Smartland Mörtu Maríu“ er nafn á slúðurburði Morgunblaðsins á Netinu. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 894

Hér hefur stundum verið vikið að áfengisauglýsingum Ríkissjónvarpsins og Stöðvar tvö sem linnulaust fremja lögbrot með því í að auglýsa bjórdrykkju undir því yfirskini að verið sé að auglýsa svokallað léttöl sem er undir 2,25 % að styrkleika. Þetta er réttlætt með því að orðið léttöl sjáist skrifað með örsmáu og illa sýnilega letri í …

Lesa meira »

Landsdómur á veikum grunni

Það þarf ekki löglærðan mann til að sjá hve undarleg Landsdómsmálaferlin gegn Geir H. Haarde voru. Leikmenn sjá það líka. Ferðin var hafin með miklum bægslagangi og margföldum sakargiftum. Þegar upp var staðið stóð eitt atriði eftir sem talið var saknæmt en ekki refsivert. Það var að Geir H. Haarde hefði viðhaft sama vinnulag og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 893

Af mbl.is (23.04.2012). Fréttin er um karlakóramót á Ísafirði: Mótið tókst frábærlega vel að því er haft er eftir Harðari Högnasyni, formanni Heklunefndar, á Vestur.is, fréttavef Vestfjarða. Líklegra þykir Molaskrifari að umræddur maður heiti Hörður, frekar en Harður. – En hvað um það Hörður, harðari , harðastur. Mér er nú rétt sem ég sjái hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 892

Skrifað er á pressan.is (22.04.2012): Sænskur lögreglumaður sem stöðvaði ökumann sem ók án bílbeltis, stakk upp á að fá salat gegn því að sleppa að skrifa sektarmiða. Ökumaðurinn kærði lögregluna vegna atviksins. Hér hefði átt að standa: Ökumaðurinn kærði lögreglumanninn, ekki lögregluna. Molalesandi sendi skrifara skjáskot af frétt í dv.is og undirstrikaði nokkrar villur. http://myndahysing.net/upload/201335115329.png. …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts