„ … Bæjarbúar eiga annað skilið en að bæjarfulltrúar séu að berjast á banaspjótum um keisarans skegg.“ (dv.is 13.05.2012) Þetta er haft eftir bæjarstjóranum í Garðinum í tilefni þess að einn bæjarfulltrúi úr meiriluta Sjálfstæðisflokksins gekk til liðs við minnihlutann í bæjarstjórn. Þetta er líklega tilvitnun ársins. Ekki fleiri orð um það. Blaðamaðurinn sem fréttina …
Molar um málfar og miðla 907
Molalesandi vakti athygli á auglýsingu í Fréttablaðinu (09.05.2012) frá fyrirtækinu the Pier. Þar er talað um 25% afslátt f sumrinu. Molalesandi veltir því fyrir sér hvað þetta þýði. Þýðir þetta að sumarið verði stytt um 25%? Hvað er átt við? Ekki er nema von að spurt sé. Sagt var í fréttum Stöðvar tvö (09.05.2012) …
Kínverjar borða ekki lakkrís
Hugleiðingar mínar um fjárfestingaráform kínverska auðjöfursins Huangs Nubo hafa vakið meiri athygli en ég átti von á. Það er greinilegt að mörgum er um og ó. Í grein sem fyrst birtist í Morgunblaðinu (11.05.2012) skrifaði ég meðal annars: ,,Enn annað til hugleiðingar: Bæjarstjóri að norðan fer í samningaferð til Kína. Talsmaður Huangs á Íslandi talar …
Gjöldum varhug við smíði skýjaborga
Þessi hugleiðing mín um kínverska fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum birtist í Morgunblaðinu i morgun, (11.05.2012) Fyrirhugaðar fjárfestingar kínverska auðmannsins og fjárfestisins Huangs Nubo á Hólsfjöllum hafa verið umræðu. Sá sem þetta skrifar er hlynntur erlendum fjárfestingum á Íslandi og telur það eina af mörgum leiðum til að bæta lífskjör landsmanna. Kínversk fyrirtæki og …
Molar um málfar og miðla 906
Stundum er nokkuð langt til seilst í myndbirtingum fjölmiðla. Ekki síst á þetta við um netmiðlana. Mbl.is birti (08.05.2012) frétt um stúlku sem lést vegna gaseitrunar frá kolagrilli í tjaldi á tjaldsvæði við þorp í Bretlandi. Með fréttinni er birt mynd af tjaldi á blásnum mel þar sem þvottur hangir til þerris. Myndin er að …
Molar um málfar og miðla 905
Molavin sendi þetta (07.05.2012): Úr dagskrárkynningu á ruv.is: Arnþrúður mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið í Virkum morgnum og sagði á hundavaði frá spennandi lífshlaupi sínu. – Molaskrifari þakkar sendinguna. Skyldi málfarsráðunautur vera kominn í sumarleyfi ? Norski heimildamyndaflokkurinn Kalt kapphlaup, sem Ríkisútvarpið er byrjað að sýna (08.05.2012) lofar mjög góðu. Fyrsta myndin var einstaklega fróðleg og vel …
Molar um málfar og miðla 904
Skrifað er á visir.is (05.05.2012): Háskólalest Háskóla Íslands býður til vísindaveislu í Kirkjubæjarklaustri í dag. Það er engu líkara en sá sem skrifaði þetta haldi að Kirkjubæjarklaustur sé sérstök bygging en ekki þéttbýliskjarni. Málvenja er að segja á Kirkjubæjarklaustri og skriffinnarnir á visir.is hafa ekkert umboð til að breyta því. Úr mbl.is (05.05.2012): Ein umfangsmesta …
Molar um málfar og miðla 903
Verslanakeðjan Bauhaus, sem opnaði verslun í Reykjavík sl. laugardag, hefur valið sér auglýsingastofu sem ekki er vandvirk og ætti því að vanda um við þá sem hlut eiga að máli eða skipta um auglýsingastofu. Auglýst er drive-in timbursala. Þetta er enskusletta sem á ekkert erindi í íslenska auglýsingu. Fram hefur komið í fréttum að taka …
Molar um málfar og miðla 902
Í fréttum Stöðvar tvö (02.05.2012) var sagt: Sigríður undraði sig á því … Þetta orðalag er Molaskrifara fjarlægt. Hann hefði til dæmis kunnað betur við: Sigríður undraðist að … Molalesandi benti á að í Fréttatímanum síðasta (27.04.2012) hefði verið rætt við táknmálsþulu sem var þar spurð um gönguskóna sína. Hún sagðist eiga tvo, – …
Molar um málfar og miðla 901
Úr mbl.is (02.05.2012): Íslensk náttúra spilar stóra rullu í maíhefti hins kunna náttúrlífsblaðs National Geographic. Stórar ljósmyndir frá Orsolya og Erlend Haarberg prýða blaðið en þau ferðuðust um landið í tíu mánuði.Í grein sem fylgir ljósmyndunum er fjallað um tíð eldgos á Íslandi, jökla landsins og samlíf sauða og manna í gegnum árin. Náttúran spilar …