Molar um málfar og miðla 916

Í sjöfréttum Ríkisútvarpsins (23.05.2012) var talað um bát sem væri vélarvana austur af Reykjanesi. Hvar skyldi hann hafa verið? Lítið á landabréf. Sama dag var í DV sagt frá flugvél sem, lenti með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli. Vélin var sögð á leið frá Austurríki til Riga í Lettlandi. Og hafði viðkomu á Íslandi ! Greinilegt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 915

Danska ríkissjónvarpið (DR2) sýndi merkilega heimildamynd á mánudagskvöldið (21.05.2012). Myndin var bresk, gerð fyrir Channel 4. Á ensku hét hún: Oligart: The Great Russian Artboom, en Danir kölluðu hana Oligarker på kuntsköb. Þar sagði frá listaverkakaupum rússneskra auðmanna sem kaupa nú listaverk fyrir milljónir sterlingspunda,sem óðir séu. Þeir eru meðal annars eru að endurheimta verk …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 914

Úr mbl.is (20.05.2012) .. hefði hrapað 10-20 metra niður klettabjarg. Orðið klettabjarg er nýyrði sem við getum að skaðlausu án verið. Þetta orð hefur reyndar áður borðið á góma í Molum (417) en þá var sagt: ,,Úr dv. is (27.09.2010): …þegar hann ók einu af farartækjum fyrirtækis síns fram af klettabjargi. Að tala um að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 913

Kvótinn keypti Moggann segir í fyrirsögn á DV (18.05.2012). Og Mogginn þakkar fyrir sig á hverjum einasta degi. Kannski ekki á hverri blaðsíðu, en næstum því. Af vef Ríkisútvarpsins (19.05.2012): Hún sagði okkur frá því að hún verði ekki mikið á tónleikahaldi í sumar þar sem hún er að fara að giftast kærastanum sínum sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 912

Það er auðvelt að setja sig á háan hest og dæma viðbrögð Ríkissjónvarpsins við óhappinu á Keflavíkurflugvelli, þegar hjól brotnaði undan Icelandairþotu í flugtaki með hátt í 200 manns innanborðs. Molaskrifari reyndi að fara í gömlu fréttamannsfötin og ímynda sér hvernig hann hefði brugðist við. Í stórum dráttum hefði hann líklega brugðist við svipað og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 911

Sá sem skrifaði eftirfarandi á mbl.is (15.05.2012) ruglar saman sögnunum að kaupa og versla: Verslunarmenn eru lítt hrifnir af þessum aðgerðum bænda og benda m.a. á að þegar hillurnar tæmist í Noregi muni neytendur bara fara yfir til Svíþjóðar og versla sína vöru þar. Því miður verður æ algengara að sjá villur af þessu tagi. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 910

Molavin sendi eftirfarandi (13.04.2012) „Starfsmaður á veitingastaðnum skarst í lófa eftir að hafa afvopnað manninn, segir í frétt á visir.is. Trúlegra virðist að hann hafi skorizt ÞEGAR hann afvopnaði manninn. Hér er dæmigert hugsunarleysi á ferð við fréttaskrif. Þessi „eftir-árátta“ í fréttaskrifum er útbreidd. Iðulega sagt að menn hafi slasast eftir slys.” Molaskrifari þakkar sendinguna. …

Lesa meira »

Mælirinn er fullur

Nú er mælirinn fullur, – og skekinn? Frá því að Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosningabaráttu sína svona rétt um messutíma á sunnudagsmorgni hafa dæmalausar yfirlýsingar gengið frá honum í allar áttir. Hann hefur storkað formönnum stjórnmálaflokka, ríkisstjórn landsins og þingmönnum á þann hátt að algjörlega fordæmalaust er. Treystið þið þinginu betur? Þannig spurði hann á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 909

Molavin sendi Molum þessa ágætu hugleiðingu og ábendingu (12.05.2012): ,,Málfræðikennsla hefur ekki verið fyrirferðarmikil í grunnskólum síðustu áratugi. Eitt af einkennum þess að börn, sem ekki hafa fengið viðhlítandi móðurmálskennslu í skólum, en er samt treyst fyrir því að vera fyrirmynd annarra, er hve mörgum hinna yngri í stétt fjölmiðlafólks lætur illa að skrifa boðlegan …

Lesa meira »

Enginn andapollur

Ólafur Ragnar Grímsson byrjar kosningabaráttu sína í drullupolli. Það er enginn andapollur. Í leiðara Fréttablaðsins segir í dag að Ólafur Ragnar ætli greinilega að ösla í gegnum pólitískan drullupoll í kosningabaráttu sinni. Hann byrjar á því að ráðast á með offorsi á maka eins frambjóðandans. Það er nýjung í kosningabaráttu á Íslandi. Hefur aldrei verið …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts